Ilmkerti KJARR Fischersund x Icelandair

Fischersund
Fischersund



Á lager

  • Skeifan
  • Kringlan
  • Laugavegur
  • Smáralind
  • Vefverslun Epal

6.500 kr.

Bæta á óska/gjafalista

Heimsending 1-3 Dagar

Senda fyrirspurn

Vörunúmer: EPAL-FISCHERKERTI

Lýsing

Við kynnum Kjarr, nýjan ilm úr smiðju Fischersund í samstarfi við Icelandair og Epal. Samstarfsverkefnið styður Vildarbörn, framtak Icelandair sem á sér langa sögu um að veita langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður tækifæri til ferðalaga. Takmarkað upplag er af þessu kerti sem vekur upp væran og róandi furuilm, innblásinn af hinu smágerða en sterka kjarri sem hjúfrar sig saman og vex þétt líkt og það sé að vernda sig gegn óblíðum og ófyrirsjáanlegum náttúruöflum.  

Kertið skartar teikningu eftir Ingibjörgu Birgisdóttur, liststjórnanda og einum stofnenda Fischersund. Teikningin fangar samstöðuna og skjólið sem þessar harðgerðu plöntur skapa. Ilmnótur eru meðal annars birki, fura, balsamþinur og bergamot. Hvert kerti er handgert á Íslandi úr hágæða ilmkjarnaolíum og endurunnu sojavaxi.  

Kjarr  

Í skjólsælu mosarjóðri 

runnar og ung barrtré 

hönd í hönd, samanflækt 

dansandi lauf birkis 

vindar hvísla, nálægt en þó fjarri 

 

hlýtt í miðjunni 

 

Grenikönglar á víð og dreif 

hvílast og bíða frjóvgunar 

kalt súrefni fyllir heiðblámann 

Blóðberg grætur daggardropum 

furunálum kastað í varðeld 

neistar, logar, reykur  

Í stutta stund, allt er. 

 

Efni
Vörumerki

Litur
Hönnuður

Stærð

200 ml

Nánari upplýsingar
Efni
Vörumerki

Litur
Hönnuður

Stærð

200 ml

Fischersund

Fischersund

Established in 2017, Fischersund is a family-run art collective and niche perfumery based in Reykjavik, Iceland. The brand is founded by four siblings – Inga, Jónsi, Lilja and Sigurrós, and lives at the intersection of scent, sound and visual arts. Fischersund makes immersive experiences that include unique perfumes, scented concerts and visual arts to facilitate storytelling.