50 ára hönnunarhappdrætti Epal

Í tilefni af 50 ára afmæli Epal drögum við út 25 heppna vinningshafa og fá fyrstu 15 aðilarnir að velja sér vinning úr ótrúlegu úrvali hönnunarmuna.

Á meðal vinninga má finna glæsilega muni frá okkar fremstu framleiðendum: Vipp, Louis Poulsen, Auping, Jensen, Finn Juhl, Normann Copenhagen, Sebra og fleirum.

Fyrsti vinningshafinn sem verður dreginn út fær að velja úr 25 vinningum, og síðan koll af kolli þar til 10 vinningar eru eftir í pottinum sem dregnir verða út af handahófi.

Svaraðu nokkrum laufléttum spuningum og þú gætir haft heppnina með þér.

*Með skráningu í happdrættið skráir þú þig á póstlista Epal og samþykkir að þær upplýsingar sem þú veitir verða nýttar til að senda þér markaðsefni með tölvupósti eða sms.

REGLUR HAPPDRÆTTIS

Fyrstu heppnu vinningshafarnir verða dregnir út föstudaginn þann 5. desember kl. 12:00.

Haft verður samband við vinningshafa símleiðis og hefur viðkomandi að hámarki 1 klukkustund til að staðfesta val sitt. Mælst er til þess að þátttakendur verði búnir að gera upp hug sinn við útdrátt.

Dagana 8.- 12. desember drögum við daglega 2 heppna vinningshafa sem fá að velja sér vinning úr pottinum og mánudaginn þann 15. desember drögum við út síðustu vinningana.

Ef ekki næst í þá aðila sem dregnir eru verður haft samband við næstu aðila og svo koll af kolli. Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á því að veita réttar upplýsingar og að hægt verði að ná í þá símleiðis.

Athugið að myndir af vinningum geta sýnt vöruna í öðru áklæði eða lit.

Síðustu vinningarnir sem eftir eru verða dregnir út af handahófi og haft verður samband við vinningshafa með tölvupósti.

Ekki er hægt að skila eða skipta vinningum.

Ábyrgðarmaður happdrættis er framkvæmdarstjóri Epal, Kjartan Páll Eyjólfsson.