ÍSLENSK HÖNNUN Í 50 ÁR!
Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram
um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri
og í framleiðslu. Með því að skapa vettvang fyrir nýsköpun
og frumlega hönnun hefur Epal orðið mikilvægur bakhjarl
íslenskrar hönnunarsenu.
,,Starfsemi Epal hefur ekki aðeins aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun, heldur einnig stuðlað að auknu vægi og viðurkenningu íslenskrar hönnunar bæði hérlendis og á alþjóðavettvangi.“
Með því að vinna náið með hönnuðum og framleiðendum tryggir Epal að gæða- og handverkshefð haldist í heiðri, á sama tíma og nýjar hugmyndir og straumar fá að blómstra.


