1975

Þann 16. júlí 1975 var Epal stofnað og skráð hjá Hagstofu Íslands. Á þeim tíma giltu afar strangar reglur um nöfn fyrirtækja. Nafnið Epal er búið til úr nafni Eyjólfs Pálssonar. Í fyrstu fékk hann ekki leyfi til að skrá fyrirtækið þar sem nafnið var ekki nógu íslenskt að mati Hagstofu. Eftir að hafa spurt hvort Opal væri íslenskt flaug umsóknin í gegn.

1975

Árið 1975 hóf Eyjólfur Pálsson sína vegferð með tösku fulla af sýnishornum þar sem hann gekk á milli arkitekta til að blása þeim andann í brjóst um nýja möguleika á íslenskum húsgagnamarkaði.

1977

Fyrsta verslun Epal opnaði 15. september 1977 að Hrísateig 47 í Reykjavík þar sem lagt var áherslu á gluggatjöld og húsgagnaáklæði ásamt dönskum húsgögnum frá m.a. Fredericia.

1979

Árið 1979 flutti verslunin sig um set í Síðumúla 20 sem vakti mikla athygli.

1980

Epal opnaði verslun á Akureyri að Strandgötu 19 þar sem útibússtjóri var Ellen Pétursdóttir.

1980

Epal fékk til sín umboð að Louis Poulsen og af því tilefni var haldin sýning á lömpum og ljósum frá Louis Poulsen.

1986

Hans háting, Henrik prins, afhenti Eyjólfi Pálssyni orðuna ,,Landsforeningen Dansk Arbejdes Diplom og Prins Henriks æremedjale í Danska sendiráðinu í Reykjavík. Eyjólfur var þriðji Íslendingurinn sem fékk þessi verðlaun afhent og fékk einnig afhent tveggja manna reiðhjól að gjöf við þetta tilefni.

1986

Eyjólfur Pálsson hefur alla tíð talað fyrir mikilvægi íslenskrar hönnunar.

1987

Epal flytur í sitt eigið húsnæði að Faxafeni 7 sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt sérhannaði fyrir starfsemina. Manfreð Vilhjálmsson vann menningarverðlaun DV fyrir hönnunina. Auglýsingin sem birtist varðandi flutninginn hannaði Guðbergur Auðunsson.

1997

Epal flytur í Skeifuna 6 þar sem hún er nú til húsa en þá var hún einungis á einni hæð.

2001

Friðrik krónprins Dana árið 2001 og núverandi kóngur afhendi Eyjólfi Pálsyni Møbelprisen fyrir að hafa árum saman lagt sitt af mörkum við að kynna dönsk gæðahúsgögn á Íslandi.

2003

Kjarvalsstóllinn eftir Svein Kjarval fer í framleiðslu.

2005

30 ára afmæli Epal með þá um 16 starfsmenn í fullu starfi.

2008

Kjartan Eyjólfsson, sonur Eyjólfs, tekur við stöðu framkvæmdarstjóra Epal.

2015

40 ára afmæli Epal.

2017

Auglýsing gerð árið 2017 af Brandenburg fyrir Epal eftir að orðið ,,Epalhommi" fór á flug en auglýsingin hlaut Lúðurinn í flokki prentauglýsinga. Orðið Epalhommi var svo valið orð ársins sama ár. Á myndinni eru þeir Svavar Örn, Friðrik Ómar, Bergþór Pálsson, Guðfinnur Sigurvinsson, Símon Ormarsson og Albert Eiríksson. Ljósmyndari: Ari Magg.

2021

Epal Gallerí stofnað í verslun Epal á Laugavegi. Við það tilefni var haldin ljósmyndasýning í minningu Önnu Maríu Sigurjónsdóttir á verkum sem hún tók fyrir Epal um tuttugu árum áður, en það voru reglulega listasýningar í Epal í gegnum árin.

2025

Epal er 50 ára þann 16. júlí 2025 og starfa nú um rúmlega 50 manns hjá fyrirtækinu.