Stóll MÁNI hnota, gæra

Sigurjón Kristensen

Hver stóll er einstakur af náttúrunnar hendi enda klæddur með lambagærum er koma frá Brákarey sem er í eigu þriggja bænda í Borgarfirðinum. Hægt er að velja lambagærur á sinn stól í samráði við Epal og Konstant. Einnig er hægt að velja um eik eða hnotu í stólfæturnar.

Þessi vara er sérpöntuð. Afhendingartími er breytilegur eftir framleiðendum en tekur a.m.k. 6 til 12 vikur, vinsamlegast sendið fyrirspurn á epal@epal.is til að fá nánari tímasetningar.

  • Skeifan
  • Kringlan
  • Laugavegur
  • Smáralind
  • Vefverslun Epal

698.000 kr.

Bæta á óska/gjafalista

Senda fyrirspurn

Vörunúmer: UN-STÓ-MÁNI

Lýsing

Hægindastóllinn Máni var frumsýndur haustið 2024 en stóllinn
er byggður á klassískri hönnun frá árunum upp úr 1960. Sigurjón vann að þróun
stólsins frá 2016 og segja má að Máni sé á vissan hátt summan af öllum þeim
stólum sem hafa farið hafa um hendur hans í gegnum tíðina. Lögun baksins minnir
á tunglið í vaxandi sigð og ber því heitið Máni.

 

Hver stóll er einstakur af náttúrunnar hendi enda klæddur
með lambagærum er koma frá Brákarey sem er í eigu þriggja bænda í
Borgarfirðinum. Hægt er að velja lambagærur á sinn stól í samráði við Epal og
Konstant. Einnig er hægt að velja um eik eða hnotu í stólfæturnar.

 

Stóllinn Máni er framleiddur af Konstant
handverksframleiðslu þar sem Sigurjón er í fararbroddi. 

Efni

Gæra, Hnota

Vörumerki

Litur
Hönnuður

Nánari upplýsingar
Efni

Gæra, Hnota

Vörumerki

Litur
Hönnuður

Sigurjón Kristensen

Sigurjón Kristensen

Sigurjón Kristensen hefur áratuga reynslu sem bólstrun, húsgagnaframleiðslu og framleiðslu á leðurvörum. Sigurjón hóf nám í húsgagnabólstrun árið 1985 hjá Sveini Halldórsyni húsgagnabólstrara og hefur því um 40 ára reynslu í faginu. Hann hefur rekið sitt framleiðslufyrirtæki frá árinu 2010 sem leggur áherslu á nýsmíði á húsgögnum ásamt að sinna almennri bólstrun og framleiðslu á leðurvörum, s.s. töskum og beltum.