Enskt kubbadagatal – allur texti á ensku!
SANÖ heilræðis-kubbadagatalið á ENSKU
innheldur 365 heilræði eða eitt heilræði fyrir hvern dag. Dagatalið fyrir
árið 2020 heitir “ÁRIÐ MITT”. Þetta er breytt snið frá árum áður.
Kubbadagatalið í ár byrjar sem DAGUR 1, og svo DAGUR 2 o.sfrv. Dagur númer 1
getur verið 1. janúar eða 12. febrúar. Með þessu móti getur þú byrjað ÁRIÐ ÞITT
hvenær sem er.
Fyrir árið 2020 hefur IHANNA HOME hannað bakgrunn fyrir SANÖ reykjavík.
Bakgrunnsspjaldið er öðru megin svart en á hinni hliðinni er sérhannaður
bakgrunnur frá IHANNA HOME.
SANÖ reykjavík heilræðis-kubburinn kemur í heilu lagi og er hægt að festa hann
á öðru hvoru megin á bakgrunninn. Aftan á kubbnum eru járnfestingar sem er
stungið í gat í miðju bakgrunnsspjaldsins. Járnið er síðan beygt aftur til að
kubburinn haldist fastur á spjaldinu. Ekki er ráðlagt að beygja járnið oftar en
þrisvar sinnum því hætt er við að það brotni.
Efni | |
---|---|
Vörumerki | |
Litur |