Maurinn – Deko Silhouette
Klasssísk hönnun í einstakri útgáfu
Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952 er hér í einstakri útgáfu, myndskreyttur af dönsku listakonunni Kristu Rosenkilde. Mynstrið er innblásið af formi Maursins og var upprunalegt listaverkið dúkrist og handprentað og að lokum skannað inn og prentað á yfirborð stólsins.
Einstök listaverka útgáfa á tímalausri hönnun Maursins, nú á frábæru verði á meðan birgðir endast.