Jólaborðið í Epal – Svava Halldórs hjá Listrænni Ráðgjöf

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Fjórða og síðasta jólaborðið er skreytt af Svövu Halldórsdóttur útstillingahönnuði sem vakið hefur athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar útstillingar. Svava Halldórsdóttir stofnaði fyrirtækið sitt Listræn Ráðgjöf í febrúar 2019 og hafa móttökurnar farið fram út hennar björtustu vonum. Listræn ráðgjöf vinnur með verslunum og fyrirtækjum við að skapa rétt umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Svava hefur unnið fyrir Kokku, Blush og Smáralindina við ýmis verkefni eins og gluggaútstillingar, uppröðun á vörum og við gerð myndarýmis.

Jólaborðið er skreytt með borðstelli og hnífapörum frá Kähler, glösum frá iittala, tauservíettum frá Ferm Living, kökudiskum frá Dutch Deluxes ásamt einstökum borðskreytingum sem Svava útbjó í VIPP eldhúsinu, blómaskreytingar eru handgerðar, m.a. úr stráum sem fást í Epal.