nýtt - Epal https://www.epal.is/tag/nytt/ Hönnun í hávegum höfð Tue, 27 Jun 2023 10:42:33 +0000 is hourly 1 https://www.epal.is/wp-content/uploads/2020/05/favicon-96x96.png nýtt - Epal https://www.epal.is/tag/nytt/ 32 32 Nýtt frá String 2020 : klassísk hönnun fyrir öll heimili https://www.epal.is/nytt-fra-string-2020-klassisk-honnun-fyrir-oll-heimili/ Thu, 16 Jan 2020 14:43:17 +0000 https://www.epal.is/?p=234479 Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket. String [...]

The post Nýtt frá String 2020 : klassísk hönnun fyrir öll heimili appeared first on Epal.

]]>
Klassíska String hillukerfið var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning og hefur það síðan þá hlotið mörg alþjóðleg hönnunarverðlaun. String hillukerfið er hannað þannig að auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er ein þekktasta útgáfan String Pocket.

String kynnti á dögunum spennandi nýjungar og má þar nefna String Pocket hillur úr málmi sem koma í þremur litum; neon appelsínugulum, grábrúnum og klassískum hvítum. Hægt er að bæta við aukahlutum við String málmhillur, svosem krókum og hengi.

Klassíska String hillukerfið var einnig kynnt í nýjum litum, hlýlegum brúnum sem fer vel saman við hillurnar sérstaklega eikarhillurnar. Nýjir aukahlutir voru kynntir til sögunnar eins og hnífastatíf sem hengt er á hillurnar

Við eigum til mikið úrval af String hillum á lager og einnig er hægt að panta allar nýjungar sem nefndar eru hér að ofan. Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar, Epal Skeifunni og kynntu þér betur String hillukerfið sem hentar öllum heimilum.

Sjá brot af vöruúrvalinu í vefverslun Epal –

The post Nýtt frá String 2020 : klassísk hönnun fyrir öll heimili appeared first on Epal.

]]>
NÝTT FRÁ TULIPOP https://www.epal.is/nytt-fra-tulipop-5/ Mon, 10 Oct 2016 14:59:39 +0000 http://www.epal.is/?p=82510 Tulipop kynnir með stolti nýtt og umhverfisvænt bambus matarstell fyrir börnin! „Bambus borðbúnaðurinn er að mestu gerður úr bambus trefjum. Bambus trefjar eru umhverfisvænt efni sem auðvelt að endurvinna. Borðbúnaðurinn er komin með nýtt og ferskt útlit sem er mun litríkara og með meiri glans en vanalegt er fyrir bambus vörur. Borðbúnaðurinn hefur fengið vottun frá öllum helstu [...]

The post NÝTT FRÁ TULIPOP appeared first on Epal.

]]>
Tulipop kynnir með stolti nýtt og umhverfisvænt bambus matarstell fyrir börnin!

„Bambus borðbúnaðurinn er að mestu gerður úr bambus trefjum. Bambus trefjar eru umhverfisvænt efni sem auðvelt að endurvinna. Borðbúnaðurinn er komin með nýtt og ferskt útlit sem er mun litríkara og með meiri glans en vanalegt er fyrir bambus vörur. Borðbúnaðurinn hefur fengið vottun frá öllum helstu vottunaraðilum og hefur hann staðist allar hæfniskröfur.“

Tulipop borðbúnaðurinn verður í boði sem gjafasett sem inniheldur skál, disk og glas en einnig verður hægt að kaupa þessar vörur í stöku.

tulipop0264 tulipop0239 tulipop0258 tulipop0261

The post NÝTT FRÁ TULIPOP appeared first on Epal.

]]>
NÝTT Í EPAL: GEJST DESIGN https://www.epal.is/nytt-epal-gejst-design/ Fri, 30 Sep 2016 17:30:09 +0000 http://www.epal.is/?p=82372 Við vorum að bæta við úrvalið okkar vörum frá glæsilega danska hönnunarmerkinu Gejst.  Gejst var stofnað árið 2013 af hönnuðunum Søren Nielsen og Niels Grubak Iversen. Hugmyndin var að ögra hefðbundinni hugsun um nútíma hönnun og í kjölfarið þróa vörur sem standast tímans tönn – bæði hvað varðar efni og hönnun. Gejst er þó meira en aðeins [...]

The post NÝTT Í EPAL: GEJST DESIGN appeared first on Epal.

]]>
Við vorum að bæta við úrvalið okkar vörum frá glæsilega danska hönnunarmerkinu Gejst. 

Gejst var stofnað árið 2013 af hönnuðunum Søren Nielsen og Niels Grubak Iversen. Hugmyndin var að ögra hefðbundinni hugsun um nútíma hönnun og í kjölfarið þróa vörur sem standast tímans tönn – bæði hvað varðar efni og hönnun.

Gejst er þó meira en aðeins nafn, á dönsku þýðir orðið að vera áhugasamur og ákafur og var það einmitt eitt af grunngildum stofnunar fyrirtækisins að sögn Søren og Niels, og síast það inn í hverja hugsun og hverja vöru sem þeir framleiða.

Gejst framleiðir fallegar og endingargóðar vörur fyrir heimilið og má þar nefna viðar eldhúsrúllustanda, viðarbakka, skipulagshillur og fleira.

Verið velkomin verslun okkar í Skeifunni og sjáið úrvalið.

gejst_transmission_black

SONY DSC

gejst_flex_white_04 gejst_flex_black_03 gejst_flex_black_01 gejst_underground_black_400-1 gejst_transmission_kitchenrollholder_white_02_313 gejst_transmission_kitchenrollholder_black_01_307 gejst_transmission_cutting_board_30x40black_01_310 gejst_transmission_cutting_board_20x30brown_01_304

The post NÝTT Í EPAL: GEJST DESIGN appeared first on Epal.

]]>
NÝTT Í EPAL : AYTM DESIGN https://www.epal.is/nytt-i-epal-aytm-design/ Tue, 26 Apr 2016 11:13:52 +0000 http://www.epal.is/?p=77849 AYTM er nýtt og spennandi danskt vörumerki sem kynnt var í fyrsta sinn á hönnunarsýningunni North Modern 2015. AYTM var stofnað af þeim Kathrine Gran Hartvigsen and Pe Gran Hartvigsen og hefur slegið rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar [...]

The post NÝTT Í EPAL : AYTM DESIGN appeared first on Epal.

]]>
AYTM er nýtt og spennandi danskt vörumerki sem kynnt var í fyrsta sinn á hönnunarsýningunni North Modern 2015. AYTM var stofnað af þeim Kathrine Gran Hartvigsen and Pe Gran Hartvigsen og hefur slegið rækilega í gegn frá fyrstu kynningu. AYTM leggur áherslu á glæsilega fylgihluti fyrir heimilið úr góðum gæðum, stíllinn er einfaldur og gler og málmar einkenna vörurnar sem gefur þeim lúxus yfirbragð.

AYTM er nýtt vörumerki í Epal, kíktu við og sjáðu úrvalið.

201523 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_2 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_3 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_5 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_6 AYTM-Product-Collection_Dezeen_784_8201520

The post NÝTT Í EPAL : AYTM DESIGN appeared first on Epal.

]]>
NÝTT FRÁ JOSEPH JOSEPH https://www.epal.is/nytt-fra-joseph-joseph-2/ Fri, 13 Nov 2015 13:51:31 +0000 http://www.epal.is/?p=67897 Við vorum að fá tvær frábærar nýjar vörulínur frá margverðlaunaða breska hönnunarfyrirtækinu Joseph Joseph sem bætast þá við sístækkandi vöruúrval þeirra hjá okkur í Epal. M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni, allt frá einföldum spældum eggjum til flókinna máltíða fyrir fjölskylduna. Öll vörulínan var hönnuð með [...]

The post NÝTT FRÁ JOSEPH JOSEPH appeared first on Epal.

]]>
Við vorum að fá tvær frábærar nýjar vörulínur frá margverðlaunaða breska hönnunarfyrirtækinu Joseph Joseph sem bætast þá við sístækkandi vöruúrval þeirra hjá okkur í Epal.

M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni, allt frá einföldum spældum eggjum til flókinna máltíða fyrir fjölskylduna. Öll vörulínan var hönnuð með þægindi í huga sem skilar sér í því að hver vara hefur mörg notagildi og eru mjög handhægar.

Breska hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum sem hafa vakið heimsathygli fyrir sniðuga hönnun og mikla litadýrð. Joseph Joseph hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun sína þar sem þeim hefur tekist á snilldarlegan hátt að sameina notagildi og góða hönnun.
M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_23-1

M-Cuisine er ný lína frá sem gerir þér kleift að undirbúa dýrindis máltíð í örbylgjuofni,

M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_20 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_18 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_17 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_15 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_13 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_11 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_10 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_9 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_7 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_5 M-Cuisine_Joseph-Joseph_dezeen_784_4

GoEat er einnig ný lína frá Joseph Joseph sem er hönnuð til að einfalda það að taka með sér heimatilbúinn mat í nesti hvort sem þú ert í vinnu eða námi. Þú þarft ekki lengur að bera með þér mörg nestisbox, með GoEat er allt nestið þitt saman en þó aðskilið og öruggt. Eftir að nestið hefur verið klárað er hægt að raða ílátunum ofan í hvert annað til að spara pláss í töskunni fyrir heimferðina.

GoEat vörulínan inniheldur ílát sem henta mjög vel fyrir samlokur, salöt, súpur, snarl ásamt hnífapari úr stáli.

Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.11 Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.31 Screen Shot 2015-11-13 at 13.42.44 Screen Shot 2015-11-13 at 13.43.15 Screen Shot 2015-11-13 at 13.44.58 Screen Shot 2015-11-13 at 13.45.06

 

Breska hönnunarfyrirtækið Joseph Joseph var stofnað árið 2003. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að hönnun á nútíma eldhúsvörum sem hafa vakið heimsathygli fyrir sniðuga hönnun og mikla litadýrð.

Allar vörur Joseph Joseph fást í Epal.

The post NÝTT FRÁ JOSEPH JOSEPH appeared first on Epal.

]]>
NÝTT FRÁ TULIPOP: SKÓLAVÖRUR https://www.epal.is/nytt-fra-tulipop-skolavorur/ Tue, 21 Jul 2015 10:45:32 +0000 http://www.epal.is/?p=60882 Við vorum að fá glænýjar og frábærar vörur fyrir skólann sem bætast við sístækkandi ævintýraheim Tulipop. Vörurnar sem um ræðir eru fallegar og litríkar skólatöskur, sundpokar og pennaveski. Tulipop skólatöskur Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur. Úr efni sem hrindir frá sér vatni. Með endurskini á hliðum og á axlarólum. . [...]

The post NÝTT FRÁ TULIPOP: SKÓLAVÖRUR appeared first on Epal.

]]>
Við vorum að fá glænýjar og frábærar vörur fyrir skólann sem bætast við sístækkandi ævintýraheim Tulipop. Vörurnar sem um ræðir eru fallegar og litríkar skólatöskur, sundpokar og pennaveski.

_W4B5068

Tulipop skólatöskur

  • Vandaðar skólatöskur sem henta yngri skólakrökkunum, upp í 12 ára aldur.
  • Úr efni sem hrindir frá sér vatni.
  • Með endurskini á hliðum og á axlarólum. .
  • Með bólstruðu baki, stillanlegum axlarólum og ól yfir bringu.
  • Hafa fengið vottun iðjuþjálfa.
  • Með fjölmörgum innri vösum, hólfi fyrir möppu, klemmu fyrir lykla og sérstöku plasthólfi fyrir nesti.
  • Hægt að festa sundpoka framan á töskuna.

Tulipop sundpokar

  • Vandaðir sundpokar úr efni sem hrindir frá sér vatni.
  • Með renndum innri vasa.
  • Hægt að festa framaná Tulipop skólatöskurnar.

Tulipop pennaveski

  • Vandað pennaveski sem er í stíl við Tulipop skólatöskurnar og sundpokana.

_W4B5241 _W4B4952 _W4B4355

MissMaddyDrawstring-2GloomyDrawstring FredDrawstring MissMaddyPencilCase_1FredPencilCase_2 GloomyPencilCase_2

 

Falleg íslensk hönnun fyrir káta skólakrakka.

Komdu við og sjáðu úrvalið frá Tulipop!

The post NÝTT FRÁ TULIPOP: SKÓLAVÖRUR appeared first on Epal.

]]>
NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN https://www.epal.is/nytt-fra-stelton-stockholm-linan/ Wed, 15 Jul 2015 22:31:25 +0000 http://www.epal.is/?p=61733 Stockholm er fyrsta línan frá Stelton sem er hluti af nýrri og stærri vörulínu frá þeim sem ber heitið Nordic sem er innblásin af norrænni náttúru og hönnunarhefðum. Stockholm línan er hönnuð af sænska hönnunartvíeykinu Bernadotte & Kylberg og inniheldur hún fallega vasa og skálar. Línan er innblásin af Eystrasaltinu og síbreytilegri ásjón hafsins sem var [...]

The post NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN appeared first on Epal.

]]>
Stockholm er fyrsta línan frá Stelton sem er hluti af nýrri og stærri vörulínu frá þeim sem ber heitið Nordic sem er innblásin af norrænni náttúru og hönnunarhefðum. Stockholm línan er hönnuð af sænska hönnunartvíeykinu Bernadotte & Kylberg og inniheldur hún fallega vasa og skálar. Línan er innblásin af Eystrasaltinu og síbreytilegri ásjón hafsins sem var mikil uppspretta innblásturs í hönnunarferlinu.

Línan er framleidd með nýstárlegri framleiðslutækni þar sem hlutirnir eru í grunninn úr áli en með glerungi að utan sem er að lokum handskreyttur með grafík.

Línan er afar elegant og vilja sumir segja að hún hafi konunglegt yfirbragð sem vissulega má tengja við bláa litinn en Carl Philip Bernadotte grafískur hönnuður og annar hönnuður Stockholm línunnar er sænskur prins en hann er yngri bróðir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.

Stockholm línunni hefur verið afar vel tekið og vann hún nýlega hin virtu Red Dot verðlaun í flokki „high quality design“. 

AD_Stockholm_aquatic_wide.ashx
AD_Stockholm_aquatic_portrait.ashx AD_Stockholm_aquatic_bowls.ashxOL_450-22_Stockholm_vase_large_aquatic.ashxOL_450-13_Stockholm_bowl_large_aquatic.ashx10418886_1038165206211134_1168031471205859575_n

Stockholm línan inniheldur 4 skálar og 3 vasa í ólíkum stærðum. Komdu við í Epal og heillastu af þessari fallegu og tímalausu hönnun.

The post NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN appeared first on Epal.

]]>
NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: BRILLIANT BOX https://www.epal.is/nytt-fra-normann-copenhagen-brilliant-box/ Thu, 29 Jan 2015 13:20:15 +0000 http://www.epal.is/?p=54749 Brilliant er lína af litlum fallegum glerboxum frá Normann Copenhagen sem hönnuð eru með það í huga að geyma smáhluti sem við höldum upp á. Boxin eru þó sniðug undir margt annað, í þeim er hægt að geyma bómull, lykla, klink, sykurmola eða jafnvel sælgæti. Brilliant boxin koma í tveimur stærðum og í nokkrum litum.  Brilliant [...]

The post NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: BRILLIANT BOX appeared first on Epal.

]]>
Brilliant er lína af litlum fallegum glerboxum frá Normann Copenhagen sem hönnuð eru með það í huga að geyma smáhluti sem við höldum upp á. Boxin eru þó sniðug undir margt annað, í þeim er hægt að geyma bómull, lykla, klink, sykurmola eða jafnvel sælgæti. Brilliant boxin koma í tveimur stærðum og í nokkrum litum.

1209_Brilliant_Box_1.ashx 1209_Brilliant_Box_All_Pattern_1.ashx 201411LakridsEvent1NY.ashx 201411LakridsEvent5NY.ashx norm10_09_14_1914.ashx norm10_09_14_1922.ashx

 Brilliant boxin eru komin í Epal.

The post NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN: BRILLIANT BOX appeared first on Epal.

]]>
NÝTT MERKI Í EPAL: FRANCK & FISCHER https://www.epal.is/nytt-merki-i-epal-franck-fischer/ Tue, 06 Jan 2015 18:01:24 +0000 http://www.epal.is/?p=54313 Danska barnavörumerkið Franck & Fischer var stofnað árið 2005 af hönnuðinum Annemarie Franck og rekstrarhagfræðingnum Charlotte Fischer. Franck & Fischer eru skemmtilegar barnavörur sem framleiddar eru á mjög umhverfisvænan hátt. Leikföngin eru til að mynda öll framleidd úr textíl sem gerður eru úr GOTS vottuðum bómull og eru allar textílvörur litaðar eða prentaðar án allra eiturefna. [...]

The post NÝTT MERKI Í EPAL: FRANCK & FISCHER appeared first on Epal.

]]>
Danska barnavörumerkið Franck & Fischer var stofnað árið 2005 af hönnuðinum Annemarie Franck og rekstrarhagfræðingnum Charlotte Fischer. Franck & Fischer eru skemmtilegar barnavörur sem framleiddar eru á mjög umhverfisvænan hátt. Leikföngin eru til að mynda öll framleidd úr textíl sem gerður eru úr GOTS vottuðum bómull og eru allar textílvörur litaðar eða prentaðar án allra eiturefna. Franck & Fischer vinna í nánu samstarfi við framleiðendur sína og geta því bæði vottað fyrir umhverfisvænni framleiðslu og heilbrigðu vinnuumhverfi starfsfólks. Yfirskrift Franck & Fischer er „Design for kids- made with care“, og eru það orð að sönnu.

407411_325398184149025_1762551424_n 408247_325398147482362_494320843_n 382749_325398114149032_271630714_n 307127_272417329447111_361904944_n 393538_325398234149020_313059640_n406767_327152077306969_721353263_n 10390991_747141385308034_3518213152117509924_n

Við hvetjum ykkur til að kíkja við og skoða úrvalið, en heimasíðu Franck & Fischer má finna hér. 

The post NÝTT MERKI Í EPAL: FRANCK & FISCHER appeared first on Epal.

]]>
UMHVERFISVÆN HÖNNUN: MATER https://www.epal.is/umhverfisvaen-honnun-mater/ Mon, 29 Sep 2014 15:46:31 +0000 http://www.epal.is/?p=49434 Við vorum að hefja sölu á fallegum hönnunarvörum frá danska fyrirtækinu Mater.  Mater (sem þýðir móðir á latínu) er leiðandi hönnunarframleiðandi á heimsvísu, Mater er mjög umhverfisvænt og um leið siðferðislega og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Það var árið 2007 sem Henrik Marstrand stofnandi Mater kynnti í fyrsta sinn fyrirtæki sitt á hönnunarsýningunni Maison & Objet í [...]

The post UMHVERFISVÆN HÖNNUN: MATER appeared first on Epal.

]]>
Við vorum að hefja sölu á fallegum hönnunarvörum frá danska fyrirtækinu Mater.

 Mater (sem þýðir móðir á latínu) er leiðandi hönnunarframleiðandi á heimsvísu, Mater er mjög umhverfisvænt og um leið siðferðislega og samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

Það var árið 2007 sem Henrik Marstrand stofnandi Mater kynnti í fyrsta sinn fyrirtæki sitt á hönnunarsýningunni Maison & Objet í París, hans hugsýn var að framleiða framúrskarandi og tímalausa hönnun sem framleidd væri á umhverfisvænan hátt, með virðingu fyrir fólki og handverki.

story_front

Barstóllinn High stool er t.d. framleiddur úr FSC vottuðum við en í FCS vottuðum skógi (Forest Stewarship Council) eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða sama magn. Þar að auki tryggir FSC að annar gróður hljóti ekki skaða af ásamt því að fólkið sem starfar í skóginum er tryggt menntun, vinnuöryggi og sanngjörn laun. www.fsc.org

stolar

Bowl Table eru einstaklega falleg stofuborð sem framleidd eru úr umhverfisvænum mangóvið og smíðuð á Indlandi.bowl_table_serie Bowl_xlarge

Mater er frábær viðbót við vöruúrval okkar í Epal.

Mater.dk 

 

The post UMHVERFISVÆN HÖNNUN: MATER appeared first on Epal.

]]>