The post Lakkrísævintýri Johan Bülow appeared first on Epal.
]]>Að finna uppskriftina af hinum fullkomna lakkrís reyndist Johan þó vera afar erfitt í byrjun, lakkrísuppskrift virtist vera heimsins best geymda leyndarmál. Eftir mikla og stranga rannsóknarvinnu ásamt óteljandi tilraunum fann hann loksins réttu blönduna. Það var þann 7.júlí árið 2007 sem Johan Bülow opnaði í fyrsta skiptið dyrnar að lakkrísverslun sinni í Bornholm og tók það ekki nema tvær og hálfa klukkustund fyrir hillurnar að tæmast svo vinsæll var lakkrísinn. Fyrsta framleiðslan var sætur lakkrís, sá næsti var saltlakkrís og svo bættust fljótlega við fleiri tegundir.
Lakrids by Johan Bülow er enginn venjulegur lakkrís, heldur er hann handgerður lúxuslakkrís. Einnig hefur verið bætt við línu fyrir þá sem vilja geta nýtt sér lakkrísrótina sem bragðefni í matreiðslu og bakstur. Markmið Johan Bülow var að lakkrís ætti að vera aðgengilegur öllum sem ljúffengt bragðefni og hentar þessi lína vel fyrir mataráhugafólk jafnt sem kokka.
Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.
.
Jóladagatalið 24 „little black secrets“ og jólalakkrísinn er kominn í Epal. Jólalakkrísinn í ár er gullhúðaður hjúpaður hvítu súkkulaði með hindberjum, og er hann alveg einstaklega góður.
Helgina 8-10 nóvember verður Lakkrísfest á Kolabrautinni. Þar hafa matreiðslumeistarar sett saman matseðil með 6 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur af gourmet lakkrísnum frá Johan Bülow. Matgæðingar ættu því ekki að láta þennan ljúffenga viðburð framhjá sér fara.
Borðapantanir fara fram í síma 519 9700 og einnig má senda póst á [email protected]
Einnig er hægt að kynna sér matseðilinn á vefsíðu Kolabrautarinnar HÉR.
The post Lakkrísævintýri Johan Bülow appeared first on Epal.
]]>