HANDGERÐ JÓLATRÉ FRÁ STYKKISHÓLMI

Íslenskur smiður, Björgvin Kr. Þorvarðarson hannaði Jólatré til þess að endurlífga minninguna um hið handsmíðaða jólatré. Sagan segir að íslenskar fjölskyldur, um aldamótin 1900, hafi smíðað heimatilbúin jólatré, þar sem einu grenitrén sem í boði voru, voru influtt og sjaldgæfur munaður. Þessari gömlu hefð, sem endurlífguð var til þess að gleðja fjölskyldu Björgvins, deilum við nú með ykkur.

Jolatre CoverJolatre_v3JolatreTop1JólatréALLPartsBjorgvinWorkshop2
Um söguna á bakvið jólatrén segir Björgvin,

“Árið 2009 fórum við á aðventunni í heimsókn á Byggðasafn Snæfellinga, Norska húsið í Stykkishólmi. Þar eru gamlir munir til sýnist frá umliðnum öldum. Það vakti athygli tengdadóttur minnar gömul jólatré úr tré. Þar sem ekki óx greni eða furuskógar á Íslandi var sá háttur hafður á að smíða jólatré úr viði, klæða greinarnar með lyngi og festa kerti á.

Það kom strax upp í huga mér að gaman væri að hanna og smíða tré í þessum anda. Tré sem tæki mið af þessum gömlu trjám en þó þannig að hönnunin yrði aðeins frábrugðin. Ég hafði eignast sívala rimla úr barnarúmi og ákvað þá að nota þá í greinar á jólatré. Stofn og fótur var úr furu og stjarna úr krossvið. Kertaklemmur klemmdar á greinar sem að á seinni stigum breyttust í handunnar kertafestingar úr vír.

Skemst er frá því að segja að tréin vöktu athygli og á næstu árum smíðaði ég og hannaði þá gerð sem framleidd eru í dag, handunnin frá A-Ö. Dúllur og körfur úr hvítu garni, heklaðar af ömmu (konunni minni), könglar úr skóginum. Fyrstu tréin voru gefin börnum og barnabörnum, vinum og vandamönnum. Strax kom í ljós þörf fyrir að geta sett þau í kassa til geymslu og einnig handhægar pakkningar, sem grípa má með sér í jólaösinni.”

 

-Jólatrén fást núna í Epal.