jólaborðið - Epal https://www.epal.is/tag/jolabordid/ Hönnun í hávegum höfð Wed, 06 Aug 2025 06:20:17 +0000 is hourly 1 https://www.epal.is/wp-content/uploads/2020/05/favicon-96x96.png jólaborðið - Epal https://www.epal.is/tag/jolabordid/ 32 32 Jólaborðið í Epal – Svava Halldórs hjá Listrænni Ráðgjöf https://www.epal.is/jolabordid-i-epal-svava-halldors-hja-listraenni-radgjof/ Thu, 17 Dec 2020 12:29:40 +0000 https://www.epal.is/?p=350212 Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Fjórða og síðasta jólaborðið er skreytt af Svövu Halldórsdóttur útstillingahönnuði sem vakið hefur athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar útstillingar. Svava Halldórsdóttir stofnaði fyrirtækið sitt Listræn Ráðgjöf [...]

The post Jólaborðið í Epal – Svava Halldórs hjá Listrænni Ráðgjöf appeared first on Epal.

]]>
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Fjórða og síðasta jólaborðið er skreytt af Svövu Halldórsdóttur útstillingahönnuði sem vakið hefur athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar útstillingar. Svava Halldórsdóttir stofnaði fyrirtækið sitt Listræn Ráðgjöf í febrúar 2019 og hafa móttökurnar farið fram út hennar björtustu vonum. Listræn ráðgjöf vinnur með verslunum og fyrirtækjum við að skapa rétt umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Svava hefur unnið fyrir Kokku, Blush og Smáralindina við ýmis verkefni eins og gluggaútstillingar, uppröðun á vörum og við gerð myndarýmis.

Jólaborðið er skreytt með borðstelli og hnífapörum frá Kähler, glösum frá iittala, tauservíettum frá Ferm Living, kökudiskum frá Dutch Deluxes ásamt einstökum borðskreytingum sem Svava útbjó í VIPP eldhúsinu, blómaskreytingar eru handgerðar, m.a. úr stráum sem fást í Epal. 

The post Jólaborðið í Epal – Svava Halldórs hjá Listrænni Ráðgjöf appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið – Anthony og Ýr https://www.epal.is/jolabordid-anthony-og-yr/ Thu, 10 Dec 2020 11:14:51 +0000 https://www.epal.is/?p=345784 Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 9. – 16. desember er glæsilegt og fengum við til okkar þau Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttur sem eru hönnuðurnir [...]

The post Jólaborðið – Anthony og Ýr appeared first on Epal.

]]>
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 9. – 16. desember er glæsilegt og fengum við til okkar þau Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttur sem eru hönnuðurnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) í hjarta Hafnarfjarðar en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.

Borðið er dekkað með matarstelli, kertastjaka og gylltu skrauti frá Ferm Living, tauservíettum frá Vipp, kaffikönnu frá Stelton, kökudisk frá Dutch Deluxes ásamt handgerðu skrauti frá The Shed. Stólarnir og borðið eru frá Carl Hansen & son.

The post Jólaborðið – Anthony og Ýr appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal – Andrea & Svana https://www.epal.is/jolabordid-i-epal-andrea-svana/ Fri, 04 Dec 2020 15:18:22 +0000 https://www.epal.is/?p=341970 Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður ásamt Svönu Lovísu Kristjánsdóttur hönnuði og bloggara dekkuðu upp jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember. Andrea Magnúsdóttir er [...]

The post Jólaborðið í Epal – Andrea & Svana appeared first on Epal.

]]>
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður ásamt Svönu Lovísu Kristjánsdóttur hönnuði og bloggara dekkuðu upp jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.

Andrea Magnúsdóttir er einn eftirsóttasti tískuhönnuður landsins í dag og hefur getið af sér gott orðspor fyrir hönnunarmerki sitt AndreA sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum Ólafi Ólasyni ásamt því reka samnefnda fataverslun í hjarta Hafnarfjarðar, á Norðurbakkanum.

Svana Lovísa heldur úti einu mest lesna íslenska blogginu, Svart á hvítu þar sem hún skrifar um hönnun og heimili, en Svana Lovísa er menntuð sem vöruhönnuður. Saman skrifa þær Andrea og Svana á vefmiðilinn Trendnet.is þar sem saman koma fremstu bloggarar landsins.

Royal Copenhagen er nýtt vörumerki í Epal og var borðstell frá þeim, Blue Fluted Mega í aðalhlutverki á Jólaborðinu ásamt klassískri hönnun frá Georg Jensen. Tauservíettur eru frá Ferm Living og LED kerti eru frá Uyuni lighting. Punkturinn yfir i-ið er falleg blómaskreyting á miðju borðsins sem útbúin var fyrir jólaborðið.

Jólaborð Andreu og Svönu stendur í Epal Skeifunni vikuna 3. desember – 9. desember.

Þú finnur Royal Copenhagen í Epal Skeifunni. 

The post Jólaborðið í Epal – Andrea & Svana appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal – Hlín Reykdal https://www.epal.is/jolabordid-i-epal-hlin-reykdal/ Wed, 25 Nov 2020 15:57:36 +0000 https://www.epal.is/?p=333114 Hlín Reykdal skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 25. nóvember – 1. desember. Hlín Reykdal útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur hún verið starfandi sem hönnuður undir eigin nafni síðan. Hlín hefur unnið við hönnun og framleiðslu á skartgripum frá vinnustofu sinni samfleytt til dagsins í dag. Vörumerkið er vinsælt og [...]

The post Jólaborðið í Epal – Hlín Reykdal appeared first on Epal.

]]>
Hlín Reykdal skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 25. nóvember – 1. desember.

Hlín Reykdal útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur hún verið starfandi sem hönnuður undir eigin nafni síðan. Hlín hefur unnið við hönnun og framleiðslu á skartgripum frá vinnustofu sinni samfleytt til dagsins í dag. Vörumerkið er vinsælt og á stóran og dyggan viðskiptahóp. Árið 2010 stofnaði hún, ásamt öðrum hönnuðum, verslunina Kiosk þar sem hönnun hennar leit dagsins ljós. Fljótlega fóru aðrar verslanir að sýna Hlín áhuga og hefur hún selt víða bæði hérlendis og erlendis.

Skartgripir Hlínar hafa fengist í Epal í yfir 10 ár við góðar undirtektir. Litir og skemmtilegar litasamsetningar hafa einkennt hönnun Hlínar alla tíð ásamt vönduðu og fáguðu handverki þar sem smáatriðin skipta máli.

Jólaborðið: Borðstell og blómavasar eru frá Ro Collection, glös eru frá Frederik Bagger, hnífapör eru frá Alessi, kertastjakar litlir eru frá Lyngby.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið jólaborðið.

Við eigum til gott úrval af skartgripum Hlínar Reykdal í Epal.

Jólaborðið í Epal Hlín Reykdal

 

The post Jólaborðið í Epal – Hlín Reykdal appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal Skeifunni : Hanna Ingibjörg Arnardóttir https://www.epal.is/jolabordid-epal-skeifunni-hanna-ingibjorg-arnardottir/ Fri, 20 Dec 2019 13:35:51 +0000 https://www.epal.is/?p=230683 Hanna Ingibjörg Arnardóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 18. – 31. desember. Hanna Ingibjörg ritstýrir tímaritunum Húsum og Híbýlum ásamt Gestgjafanum en hefur hún starfað í 14 ár sem blaðamaður og ritstjóri hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Hanna Ingibjörg er mikill fagurkeri og kann vel að meta góða hönnun og nýtur þess að ferðast reglulega ásamt [...]

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Hanna Ingibjörg Arnardóttir appeared first on Epal.

]]>
Hanna Ingibjörg Arnardóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 18. – 31. desember.

Hanna Ingibjörg ritstýrir tímaritunum Húsum og Híbýlum ásamt Gestgjafanum en hefur hún starfað í 14 ár sem blaðamaður og ritstjóri hjá útgáfufélaginu Birtíngi. Hanna Ingibjörg er mikill fagurkeri og kann vel að meta góða hönnun og nýtur þess að ferðast reglulega ásamt því að njóta góðrar matagerðar.

Við þökkum Hönnu Ingibjörgu fyrir fallega skreytt jólaborð dekkað vörum úr Epal.

 

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Hanna Ingibjörg Arnardóttir appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal Skeifunni : Karitas Sveinsdóttir https://www.epal.is/jolabordid-epal-skeifunni-karitas-sveinsdottir/ Wed, 11 Dec 2019 09:00:06 +0000 https://www.epal.is/?p=230154 Innanhússarkitektinn Karitas Sveindsóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 12. – 18. desember.   Karitas lauk námi í innanhússarkitektúr frá IED í Mílanó og rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni, hönnunarstofuna HAF Studio ásamt versluninni HAF Store og hafa þau vakið verðskulduga eftirtekt jafnt innanlands sem og erlendis fyrir hönnun sína.  Ásamt [...]

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Karitas Sveinsdóttir appeared first on Epal.

]]>
Innanhússarkitektinn Karitas Sveindsóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 12. – 18. desember.  

Karitas lauk námi í innanhússarkitektúr frá IED í Mílanó og rekur í dag ásamt eiginmanni sínum, hönnuðinum Hafsteini Júlíussyni, hönnunarstofuna HAF Studio ásamt versluninni HAF Store og hafa þau vakið verðskulduga eftirtekt jafnt innanlands sem og erlendis fyrir hönnun sína. 

Ásamt því að hanna veitingarstaði, einkaheimili og hótel hefur Karitas einnig tekið að sér persónulega innanhússráðgjöf. 

Karitas og Hafsteinn hönnuðu í ár Jólaóróann fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Gáttaþef sem seldur er m.a. í verslunum Epal dagana 7. – 21. desember. 

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Karitas Sveinsdóttir appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir https://www.epal.is/jolabordid-epal-skeifunni-thorunn-arnadottir/ Sat, 07 Dec 2019 21:08:43 +0000 https://www.epal.is/?p=228287 Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis [...]

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir appeared first on Epal.

]]>
Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 5. – 11. desember. Þórunn lauk námi í vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og fór þaðan í mastersnám í Royal College of Arts í London. Þórunn er hvað þekktust fyrir hönnunarvörumerki sitt 54Celsius sem framleiðir Pyropet dýrakertin sem hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár og víða hérlendis og erlendis. Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum víða um heim, og má þar nefna V&A safnið í London, Triennale í Mílanó ásamt Spark Design space í Reykjavík.

Þórunn hefur undanfarin ár einnig vakið mikla athygli fyrir hönnun á jólagluggum verslana Geysis í miðbænum og hlotið fyrir það viðurkenningu borgarinnar fyrir fallegasta gluggann. Þórunn Árnadóttir hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu fyrir verk sín, m.a. árið 2013 var hún kosin af Times Magazines sem ein af 50 einstaklingum sem skapa framtíðina og árið 2015 var hún kosin af Formex Nova sem “Nordic Designer of the Year”.

 

Borðið er skreytt hönnun Þórunnar, Pyropet kertum í nýjum lit sem mynda aðventukrans, borðstellið er frá iittala og heitir Teema, ásamt Essence glösum frá iittala og iittala jólakúlur eru notaðar sem skraut á diskana. Hnífapörin eru frá HAY, vatnsglösin eru Ripple frá Ferm living og bleiku skilaboðakertin eru einnig hönnun Þórunnar Árnadóttur frá Pyropet.

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Þórunn Árnadóttir appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal Skeifunni : Reykjavík Trading co. https://www.epal.is/jolabordid-epal-skeifunni-reykjavik-trading-co/ Mon, 02 Dec 2019 12:26:51 +0000 https://www.epal.is/?p=224312 Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 28. nóvember – 4. desember er glæsilegt.  Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í [...]

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Reykjavík Trading co. appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 28. nóvember – 4. desember er glæsilegt. 

Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir eru hönnuðirnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.

Fyrir jólaborðið völdu þau að stilla upp kaffiboði þar sem þau erum bæði miklir sælkerar og finnst fátt betra en að gæða sér á ljúffengum kökum og ilmandi kaffi í góðum félagsskap. Kaffiboð eru að þeirra mati ómissandi hluti af aðventunni og góð leið til að eiga gæðastund með fjölskyldu og vinum.
Litlu kopar rammarnir á borðinu sem sýna hvar hver og einn situr má nálgast í The Shed. Rammarnir eru gerðir til þess að hengja upp á vegg en í hverjum ramma eru þurrkuð laufblöð sem þau hafa safnað á ferðalögum sínum. Ljósaserían gefur hátíðlegt yfirbragð en hana má einnig finna í The Shed.

www.reykjaviktrading.com
@rvktradingco

The post Jólaborðið í Epal Skeifunni : Reykjavík Trading co. appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal : ANNA THORUNN https://www.epal.is/jolabordid-epal-anna-thorunn/ Fri, 21 Dec 2018 18:10:20 +0000 https://www.epal.is/?p=142375 Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og stílista sem dekkuðu jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.  Anna Þórunn vöruhönnuður dekkaði upp jólaborðið í Epal síðustu viku ársins og sjá má skemmtilega notkun af vinsælum Feed Me skálum sem eru ein þekktasta hönnun [...]

The post Jólaborðið í Epal : ANNA THORUNN appeared first on Epal.

]]>
Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og stílista sem dekkuðu jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.  Anna Þórunn vöruhönnuður dekkaði upp jólaborðið í Epal síðustu viku ársins og sjá má skemmtilega notkun af vinsælum Feed Me skálum sem eru ein þekktasta hönnun Önnu Þórunnar.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

“Mig langaði til að hafa borðið svolítið öðruvísi þannig að ég ákvað að Feed Me skálin yrði að matardisk sem að í sjálfu sér er alveg raunhæft. Mér finnst gaman að brjóta reglur og upplifa hluti upp á nýtt.” Anna Þórunn Hauksdóttir.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Mjög gott er að byrja að athuga hvað maður á þegar og reyna hugsa hlutina upp á nýtt.t.d hvaða litaþema maður vill nota ásamt hvaða stemmningu maður vill ná fram.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Feed Me skálin bæði í svörtu og hvítu en svarta er svo til nýkomin á markað og hefur hún fengið frábærar móttökur. Hay hnífapör, rauðvíns glös frá Rosenthal, Essence vatnsglös frá iittala sem eru svotil nýkomin í þessum litum dökk gráum og dökk grænum ásamt karöflunni úr sömu línu. Prosper blómavasinn er mín hönnun og er í framleiðsluferli. Gylltu kertastjakarnir eru frá Menu en sá svarti fyrir tvö kerti frá Ferm Living. Ég notaði Hay rúmteppi fyrir dúk.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ég væri meira en til í að eiga vatnsglösin og karöfluna. Mig vantar mjög mikið að endurnýja hjá mér hnífapörin þannig að Hay hnífapörin eru á óskalistanum. Ég er svo heppin að eiga nú þegar Menu stjakana og viðar jólatrén sem eru á borðinu, og svo á ég auðvitað fjölmargar Feed Me skálar.

Ferðu eftir vissu þema þegar þú skreytir? Mér finnst mjög gott að hugsa um hvaða stemningu mig langar til að ná fram. Það flýtir fyrir, því það getur verið mjög tímafrekt að dekka borð ef maður veit ekki hvað maður vill. Við borðum t.d. alltaf við dúk hversagslega hér heima, hann gefur hýju og rammar inn borðbúnaðinn en ef við fáum gesti þá leita ég inní ískáp eftir ávöxtum eða í einhverjar aðrar hirslur eftir smádóti en útkoman getur orðið mjög skemmtileg og alls ekki formleg!

 

 

 

The post Jólaborðið í Epal : ANNA THORUNN appeared first on Epal.

]]>
Jólaborðið í Epal : Fólk Reykjavík https://www.epal.is/jolabordid-epal-folk-reykjavik/ Thu, 13 Dec 2018 12:19:46 +0000 https://www.epal.is/?p=140532 Jólaandinn mun svífa yfir í desember og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Þær Ólína Rögnudóttir og Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík dekkuðu glæsilegt jólaborðið í Epal. Fólk frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á árinu nýja vörulínu, Living Objects / [...]

The post Jólaborðið í Epal : Fólk Reykjavík appeared first on Epal.

]]>
Jólaandinn mun svífa yfir í desember og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Þær Ólína Rögnudóttir og Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík dekkuðu glæsilegt jólaborðið í Epal.

Fólk frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á árinu nýja vörulínu, Living Objects / Lifandi hlutir sem vakið hefur mikla eftirtekt. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Ragna Sara stofnaði FÓLK árið 2017 til að samræma áhuga sinn á umhverfis- og samfélagsmálum og hönnun. Þess vegna vinnur FÓLK eingöngu með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Markmið FÓLKs er að fjárfesta í hönnuðum og hönnun þeirra og skapa þannig svigrúm fyrir þá til að skapa á meðan FÓLK sér um framleiðslu- og markaðssetningarferlið. Markmið FÓLKs er einnig að auka hlutfall íslenskrar hönnunar sem fer í framleiðslu og markaðssetningu alþjóðlega.“

Jólaborð FÓLKs mun standa í Epal Skeifunni dagana 13. – 19. desember.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Okkur fannst gott að halda fast í þær hugsjónir sem við höfum verið að vinna með í okkar samstarfi – einfaldir hluti úr hráefnum sem eru náttúruleg eða endurvinnanleg. Borðið þarf jafnframt að þjóna því hlutverki sem þú vilt að það þjóni þegar hátíðleg tilefni ber að garði.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Við höfðum einfaldleika og sjálfbærni að leiðarljósi þegar við skreyttum borðið. Við erum með glös frá Iittala, svartan viðarbakka og salatskeiðar frá Skagen, kaffibollar vatnskanna og salatskál eru frá Ro, svartir desert diskar og forréttadiskar eru frá EVA SOLO, gyllt hnífapör frá HAY, viðarbakka frá Applicata, viskustykki frá Humdakin og svo erum við með hluti úr vörulínunni Lifandi hlutir (e. Living Objects) sem Ólína Rögnudóttir vöruhönnuður hannaði fyrir FÓLK. Fallegir marmarahlutir sem geta verið bæði kertastjakar og blómavasar og hins vegar staflanlegar glerskálar og viðarbakkar sem eru væntanleg á markað með vorinu.

Hvaða hlut væruð þið helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ólína – Ég bíð eftir að geta nýtt glerskálarnar frá FÓLK, keramikskálin frá Ro er í uppáhaldi sem og vatnskannan frá þeim, samspil allra þessara forma heilla mig.

Ragna Sara – ég er mjög ánægð með allar vörurnar sem við erum að setja á markað og eru eftir Ólínu, mig langar raunverulega að eiga þær allar og svo langar mig í keramikskálarnar frá Ro.

Finnst ykkur best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir? Við ákváðum í upphafi að vinna með sjálfbærni þema, þ.e. að nota eingöngu náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og að hampa náttúrunni á borðinu, og þess vegna má sjá að helstu skreytingarnar eru úr plöntum og helstu hlutirnir eru úr náttúrulegu eða endurvinnanlegum hráefnum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? Stíllinn er mjög afslappaður og náttúrulegur. Það er til dæmis ekkert plast á þessu borði!

The post Jólaborðið í Epal : Fólk Reykjavík appeared first on Epal.

]]>