GRAND PRIX & MAURINN Á TILBOÐI

Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Grand Prix stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

the-Ant-chair-designed-in-1951-by-Arne-Jacobsen-via-Eros-Greatti

Grand Prix stóllinn eftir Arne Jacobsen var fyrst kynntur til sögunnar árið 1957 en þá hét hann Model 3130. Sama ár var stóllinn sýndur á hönnunarsýningu í Mílanó þar sem hann hlaut ‘Grand Prix’ verðlaun sýningarinnar, eða það besta af sýningunni, nafnið festist við stólinn og þekkja nú hann flestir sem Grand Prix. Þrátt fyrir þessa glæstu viðurkenningu þá hefur minna farið fyrir stólnum en bræðrum hans, Sjöunni og Maurnum sem flestir þekkja, en Grand Prix gefur þeim þó ekkert eftir í formfegurð sinni og gæðahönnun. Upphaflega var stóllinn hannaður með viðar og -stálfótum, og var framleiddur í þeim útgáfum í nokkur ár eða þar til Fritz Hansen hætti framleiðslu á stólnum. Árið 1991 hófu þeir aftur framleiðslu á Grand Prix en þá aðeins með viðarfótum sem var þó aftur tekinn úr framleiðslu fjórum árum síðar. Í dag er stóllinn framleiddur með krómhúðuðum stálfótum í beyki, valhnotu og kemur í 9 litum.

d9450f53a354ffe79224416605f9d632 Epal-grandprix

Einstaklega fallegir stólar og klassísk hönnun.

Stólarnir kosta á tilboðsverði 39.800 kr.

KLASSÍSK HÖNNUN: AJ LAMPINN

AJ lampinn var hannaður af Arne Jacobsen árið 1960 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn. Sagan segir að hringlaga gatið á járnbotni lampans hafi upphaflega verið ætlað til að hafa öskubakka í, en reykingar voru afar vinsælar á þeim tíma sem lampinn var hannaður. AJ lampinn er klassísk eign sem verður bara flottari með hverju árinu sem líður.

Upphaflega var lampinn aðeins framleiddur í svörtum, hvítum og gráum lit en á fimmtíu ára afmæli lampans fræga voru bætt við fimm nýjum og skemmtilegum litum, gulum, rauðum, grænbláum, dökkbláum og sandlituðum.

7a1f5c6ed7fdff150e438460ed1393effd8549c20f6841f0ebc4cfea7e8ec7816f22c466e3d1a4749d09a90e1ff65db4-1 4c8d67c39cd25659a578ba296e80fb73 4e2bc60961482b787f3d0b74ec565cf7 5b6f153b44c5d6255cf755673fb42445 51b0b8f974c5b629a800024e._w.540_s.fit_ 59ed9e32bbd2f0a82613ba6ac6737604 85f8ca63d1488761a8b181cdf38d2648 00219edd8c907e51ea4cf967f5979cde 684c8f78c513bf9e961a04c02f4467ea 3271c2e6f114b31273b648a7d5c359d9-1 40925ab4654a2a772c549a39a7fe4811 832572696758b01df53051d23e8ea540 Black-and-white-bedroom Bungalow5-Home-Pics-Week-14-a-682x1024-1 Lamper Aj_20sol_20verte

 

AJ lampinn er falleg og klassísk eign.

Epal færir Listasafni Reykjavíkur gjöf

Listasafn Reykjavíkur tók í gær við veglegri gjöf frá Epal en um er að ræða 25 stóla eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen, Sjöuna sem fyrst kom á markað árið 1955. Stólarnir eru viðbót við 80 stóla sömu gerðar sem er að finna í safninu.

Stólarnir eru kærkomin viðbót fyrir Listasafn Reykjavíkur sem heldur reglulega stóra viðburði á sínum vegum. Nú hafa fleiri gestir safnsins tækifæri til að njóta Sjöunnar eftir Arne Jacobsen.

„Reykjavíkurborg þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf en hún sýnir þann góða hug sem Epal ber til safnsins. Eyjólfur Pálsson hefur allt frá upphafi lagt sig fram um að auka skilning og virðingu Íslendinga fyrir góðri hönnun. Þessir stólar, sem við tökum nú við, sóma sér afar vel innan um önnur verðmæti sem safnið geymir,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri sem tók við gjöfinni fyrir hönd safnsins.

„Listasafn Reykjavíkur er með í sölum sínum fjölda gæðastóla eftir Arne Jacobsen sem keyptir voru til safnsins á sínum tíma en þörf hefur verið fyrir fleiri stóla.  Með þessari gjöf vil ég gera safninu mögulegt að bæta við stólum sömu gerðar og uppfylla ströngustu skilyrði um góða hönnun, sem safnið væri annars ekki í stöðu til að gera,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.

 

Nýtt : Arne Jacobsen

Árið 1937 teiknaði heimsfrægi danski arkitektinn Arne Jacobsen leturgerð fyrir Ráðhúsið í Aarhus. Nýlega fékk danska hönnunarfyrirtækið Design Letters leyfi til að hanna línu af heimilisvörum með upphaflegu leturgerð Arne Jacobsen á og útkoman eru bollar, viskastykki, diskar, krúsir og expresso bollar.

Hægt er að nota bollana ekki bara undir kaffi, en þeir eru einnig flottir á skrifborðið og jafnvel undir tannburstann.

Expresso bollana má einnig nota undir kerti.