Sumarlakkrísinn er kominn

Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er mætt í Epal og er stútfull af ómótstæðilegum brögðum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er!
PINK PINEAPPLE er splunkuný bragðtegund sem þú verður að smakka! Með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas og að lokum umlukin brakandi bleikri sykurskel. Þessum bleika mola eru ætlaðir stórir hlutir, með glæsilega einkunn 4,5 frá Lakrids Lovers Taste Panel smakkráðinu! Pink Pineapple mun hrífa þig til suðrænnar paradísar!
LEMON er einstök blanda af söltum lakkrís og einum ferskasta ávexti úr náttúrunni, sítrónu! Mjúk lakkrísmiðjan er hjúpuð með ljúffengu hvítu súkkulaði, rjóma og vanillu til að tryggja fullkomið jafnvægi á milli þess sæta, súra og salta.
Allt saman útbúið úr bestu náttúrlegu hráefnunum og færir þér bragðið af paradís í hverjum bita og breytir hverri stund í lítið frí.
Nældu þér í sumarlakkrísinn í næstu Epal verslun.