Myndlistarsýningin Fjúk II stendur yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7, dagana 2. – 18. mars.
Sunna Björk hélt sína fyrstu myndlistarsýningu “Fjúk” hjá art67 í apríl 2024. Hún lærði myndlist í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og hélt síðan til Hollands að læra jazztónlist. Nokkrum árum seinna var ferðinni heitið til Flórens til að læra ljósmyndun. Sunna hefur gerst heimshornaflakkari til að fá sem mesta reynslu og upplifun. Hún hefur sótt innblástur úr náttúrunni, þá sérstaklega óbyggðum Íslands þar sem hún hefur stundað göngur síðustu ár. Hefur sú iðja haft áhrif á listtjáningu hennar.
Sunna notar olíumálningu í verkunum sínum sem einkennast af naumhyggju og hreinum stíl. Hún vinnur mikið með flæði og leyfir tilfinningum og hugmyndum að leika lausum hala þegar að hún mundar pensilinn.
Verið hjartanlega velkomin.