Íslensk Hönnun - Epal https://www.epal.is/category/islensk-honnun/ Hönnun í hávegum höfð Wed, 06 Aug 2025 04:21:46 +0000 is hourly 1 https://www.epal.is/wp-content/uploads/2020/05/favicon-96x96.png Íslensk Hönnun - Epal https://www.epal.is/category/islensk-honnun/ 32 32 Íslensk hönnun frá Paper Collective https://www.epal.is/islensk-honnun-fra-paper-collective/ Thu, 26 Jan 2023 10:35:57 +0000 https://www.epal.is/?p=505051 Danska hönnunarmerkið Paper Collective kynnti á dögunum glæsilega vorlínu sína sem inniheldur nokkur verk eftir íslenska listamenn og hönnuði. Verkin sem um ræðir eru vinningsverk úr samkeppni sem haldin var sumarið 2022 á vegum Epal og Paper Collective. Útkoman var einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og eru nú vinningsverkin framleidd [...]

The post Íslensk hönnun frá Paper Collective appeared first on Epal.

]]>
Danska hönnunarmerkið Paper Collective kynnti á dögunum glæsilega vorlínu sína sem inniheldur nokkur verk eftir íslenska listamenn og hönnuði. Verkin sem um ræðir eru vinningsverk úr samkeppni sem haldin var sumarið 2022 á vegum Epal og Paper Collective. Útkoman var einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og eru nú vinningsverkin framleidd af Paper Collective og verða seld í Epal.
Fyrsta sætið hlaut Berglind Rögnvaldsdóttir með verkin Nature is Female og Bubble Gum. Annað sætið hlaut Hjörtur Matthías Skúlasson með verkið Dansari og þriðja sætið hlaut Kristín Sigurðardóttir með verkið Kyrr.
Gaman er að segja frá því að Paper Collective hélt áfram samstarfi við Kristínu Sigurðardóttur eftir samkeppnina og hefur hún nú hannað tvö verk til viðbótar sem eru hluti af nýrri vorlínu Paper Collective sem er væntanleg.
Paper Collective framleiðir plaköt eftir eftirsótta grafíska hönnuði, teiknara og listamenn sem koma frá öllum heimshornum og rennur hluti af hverju seldu plakati til styrktar góðgerða. Paper Collective er með það markmið að leiðarljósi að list sé fyrir alla og einnig að góð hönnun geti gefið af sér. Árið 2020 hófu þau byggingu á skóla í Taplejung í Nepal sem núna 400 börn njóta góðs af og var verkefnið fjármagnað að fullu með sölu á Paper Collective veggspjöldum um allan heim. Næsta góðgerðarverkefni er að styrkja WWF Waste to Value verkefnið sem berst gegn plastmengun í Kenýa, Afríku, ásamt því að útvega störf og stuðla að auknum hagvexti á staðnum.
Paper Collective er með sjálfbæra framleiðslu sem fer öll fram í Danmörku og er aðeins notast við hágæða FSC vottaðan pappír og eru þeir einnig með Svansmerkið. Verkin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.
Epal er söluaðili Paper Collective á Íslandi og er hægt að skoða úrvalið hér. 

The post Íslensk hönnun frá Paper Collective appeared first on Epal.

]]>
Hönnunarmars í Epal 2023 dagana 3. – 7. maí https://www.epal.is/honnunarmars-i-epal-2023-dagana-3-7-mai/ Mon, 09 Jan 2023 10:41:59 +0000 https://www.epal.is/?p=500127 Taktu þátt í HönnunarMars í Epal 2023 dagana 3. – 7. maí. Við erum byrjuð að taka á móti umsóknum! Umsóknir óskast sendar á [email protected]

The post Hönnunarmars í Epal 2023 dagana 3. – 7. maí appeared first on Epal.

]]>
Taktu þátt í HönnunarMars í Epal 2023 dagana 3. – 7. maí. Við erum byrjuð að taka á móti umsóknum!
Umsóknir óskast sendar á [email protected]

The post Hönnunarmars í Epal 2023 dagana 3. – 7. maí appeared first on Epal.

]]>
Vinningshafar í samkeppni Epal og Paper Collective 2022 https://www.epal.is/vinningshafar-i-samkeppni-epal-og-paper-collective-2022/ Fri, 19 Aug 2022 09:58:52 +0000 https://www.epal.is/?p=466429 Litrík listasýning opnar í Epal Gallerí þann 19. ágúst í samvinnu við danska fyrirtækið Paper Collective. Sýnd verða vinningsverk úr samkeppni sem haldin var í sumar á meðal skapandi Íslendinga. Útkoman er einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og munu vinningsverkin nú verða framleidd af Paper Collective. Sýningin stendur yfir dagana [...]

The post Vinningshafar í samkeppni Epal og Paper Collective 2022 appeared first on Epal.

]]>
Litrík listasýning opnar í Epal Gallerí þann 19. ágúst í samvinnu við danska fyrirtækið Paper Collective. Sýnd verða vinningsverk úr samkeppni sem haldin var í sumar á meðal skapandi Íslendinga. Útkoman er einstakt úrval af verkum eftir íslenska hönnuði, ljósmyndara og listamenn og munu vinningsverkin nú verða framleidd af Paper Collective. Sýningin stendur yfir dagana 19.08. – 02.09. í Epal Gallerí, Laugavegi 7.

Það gleður okkur að tilkynna vinningshafann sem hlaut 1. sæti í samkeppninni með verkin Nature is Female og Bubble Gum, og var það Berglind Rögnvaldsdóttir, ljósmyndari sem hlýtur í verðlaun 200.000 kr. ásamt þóknun af sölu (Royalty samningur), andvirði a.m.k. 100.000 kr. 

Berglind Rögnvaldsdóttir (f.1985) ljósmyndari er fædd og uppalin í Reykjavík, en hefur starfað sl.7 ár í Osló. Eftir útskrift frá Bilder Nordic school of Photography árið 2018 hefur Berglind tekið þátt í stórum listahátiðum í Noregi; Collective Fashion Art, Fushion Oslo og Nordic Light Festival. Berglind hefur á sínum ferli mikið unnið með verk tengd konum og hvernig samfélagið kyngerir og hlutgerir þær frá unga aldri. Verk hennar hafa ákveðið kvenlegt yfirbragð, og feminíska rödd. Einnig notar hún náttúruna sem myndlíkingu til að mæta kynjapólitík samtímans.

“Verkin sem ég vann fyrir Epal & Paper Collective keppnina eiga það sameiginlegt að snúa að hlýnun jarðar og hlutgervingu kvenkyns líkamanns. Innblásturinn kom frá íslensku náttúrunni og kommentakerfinu á samfélagsmiðlum”.

Við mannfólkið erum að eyðileggja jörðina, sem við oftar en ekki köllum ,,móðir náttúru” og tölum um í kvenkyni. Samlíking sem í nútíma vestrænum heimi á rætur sínar að rekja í okkar kerfisbundna og inngróna feðraveldi. Þetta hefur bæði kynferðislega og kúgandi tengingu, ýtir undir áframhaldandi umhverfiseyðingu og nauðgunarmenningu og má rökræða að sé einkar lýsandi fyrir samband samfélags okkar við annars vegar náttúruna og hinsvegar kvenkyns líkamann.

Þetta hefur sömuleiðis sterka tengingu við þá hugmynd að konur séu enn þann dag í dag ,,lægra settar“ og eitthvað sem eigi að leggja undir sig, rétt eins og náttúran sjálf sem er ávallt gengisfelld og látin víkja fyrir óþrjótandi frekju mannkynsins með tilheyrandi óhugnalegum afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir í dag.“

„Verkin eru unnin úr samsettum ljósmyndum af landslagi og nærmyndum af kvenkyns líkamanum. Þar sem þau eru hlutgerð og sameinuð í eina heild, sem deilir sama ákalli um hjálp.“

2. sætið hlaut Hjörtur Matthías Skúlasson með verkið Dansari og fær í verðlaun samning við Paper Collective varðandi sölu á verkinu (Royalty).

Allt frá því að Hjörtur flutti til Reykjavíkur frá æskustöðvunum á Rauðasandi í Vesturbyggð til að nema við Listaháskóla Íslands hefur hann fetað sinn eigin veg um órætt landslag sem liggur á mörkum myndlistar og hönnunar.

Verk hans einkennast af náttúrulegum efnum og handbragði fortíðar sem honum hefur tekist að færa til nútímans með nýsköpun sinni og einlægum áhuga á því sammannlega í tilverunni. Hjörtur hefur þróað með sér afar persónulegt myndmál þar sem snertifletir mannlegar hegðunar eru oftar en ekki í aðalhlutverki. Hjörtur hefur að udanförnu verið að vinna saumaða skúlptúra sem eru nokkurskonar dúkkur. Þær vinnur hann út málarastriga, ull og steinleir.

Á meðan heimsfaraldurinn Covid19 hélt okkur heljargreipum með sínum takmörkunum og einangrun þá kom upp söknuður vina. Söknuður fyrir að eiga góða stund með vinum lyfta glösum og stíga dans. Dansinn var bannaður í heimsfaraldrinum maður mátti aðeins dansa einn.

3. sætið hlaut Kristín Sigurðardóttir með verkið Kyrr og fær í verðlaun samning við Paper Collective varðandi sölu á verkinu (Royalty).

Kristín Sigurðardóttir, vöruhönnuður, útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016. Kristín hefur þar að auki bakgrunn í m.a. textíl og myndlist og hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Hollandi og Shanghai. Hún er í dag búsett í Svíþjóð.

“Undanfarið hef ég að m.a. unnið að hönnunarverkefnum sem snúa að efnisrannsóknum tengdum endurvinnslu og sjálfbærni. Fyrir mér er mjög mikilvægt að geta beint sköpunarþörf minni í margar áttir, og fer það oft eftir skapi hvort henni sé miðlað í gegnum hönnun, myndlist eða tónlist.”

 “Kyrr” er eitt af nýrri verkum Kristínar þar sem leikið er með að færa hefðbundin mótív kyrralífsmynda í nýjan búning. Verkið er unnið með stafrænum aðferðum en byggir á tilraunum með samspil málverka og mynstraðs textíls.

Sýningin stendur yfir dagana 19.08. – 02.09. í Epal Gallerí, Laugavegi 7.

The post Vinningshafar í samkeppni Epal og Paper Collective 2022 appeared first on Epal.

]]>
Angan kynnir Westfjords – áfyllanlegar líkams og hárvörur https://www.epal.is/angan-kynnir-westfjords-afyllanlegar-likams-og-harvorur/ Tue, 26 Jul 2022 13:44:39 +0000 https://www.epal.is/?p=463340 Angan kynnir nýja línu sem ber nafnið Westfjords ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Westfjords eru áfyllanlegar líkams og hárvörur sem innihalda nærandi olíur og villt íslenskt jurtaextrakt. Framleitt af alúð með náttúrulegum, sjálfbærum og villtum innihaldsefnum. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Náttúrulegur ilmurinn er síðan undirstrikaður með einiberjum, lofnaðarblómi og garðablóðbergi sem flytur þig í ferðalag til afskekktra Vestfjarða. Næringarríku vörurnar koma í [...]

The post Angan kynnir Westfjords – áfyllanlegar líkams og hárvörur appeared first on Epal.

]]>
Angan kynnir nýja línu sem ber nafnið Westfjords

⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Westfjords eru áfyllanlegar líkams og hárvörur sem innihalda nærandi olíur og villt íslenskt jurtaextrakt. Framleitt af alúð með náttúrulegum, sjálfbærum og villtum innihaldsefnum.
⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Náttúrulegur ilmurinn er síðan undirstrikaður með einiberjum, lofnaðarblómi og garðablóðbergi sem flytur þig í ferðalag til afskekktra Vestfjarða.

Næringarríku vörurnar koma í endurnýtanlegum gler flöskum í 250ml og 500ml. Hægt er að fylla á flöskurnar og þannig draga úr umbúðanotkun og huga betur að umhverfinu.

/ Þú finnur nýju vörurnar einnig í vefverslun Epal.is

The post Angan kynnir Westfjords – áfyllanlegar líkams og hárvörur appeared first on Epal.

]]>
Tarot ilmkerti frá 54°Celsius https://www.epal.is/tarot-ilmkerti-fra-54celsius/ Tue, 07 Dec 2021 16:14:43 +0000 https://www.epal.is/?p=426163 54°Celsius býður upp á óvenjuleg og einstök kerti sem stela senunni. Kertin eru seld um allan heim ásamt í verslunum Epal. Þórunn Árnadóttir er aðalhönnuður og annar eigandi 54°Celsius. Tarot ilmkertin eru nýjung frá 54°Celsius sem við erum mjög spennt fyrir. Letterpress prentað Tarot spil að framan ásamt Tarot lestri að aftan gerir kertið að [...]

The post Tarot ilmkerti frá 54°Celsius appeared first on Epal.

]]>
54°Celsius býður upp á óvenjuleg og einstök kerti sem stela senunni. Kertin eru seld um allan heim ásamt í verslunum Epal. Þórunn Árnadóttir er aðalhönnuður og annar eigandi 54°Celsius. Tarot ilmkertin eru nýjung frá 54°Celsius sem við erum mjög spennt fyrir. Letterpress prentað Tarot spil að framan ásamt Tarot lestri að aftan gerir kertið að góðri gjöf. Hvert ilmkerti er innblásið af hverju Tarot spili fyrir sig, Death, The Magician, The Lovers, The Hermit, The Fool, The High Priestess.

Öll fáanleg í vefverslun Epal.is

The post Tarot ilmkerti frá 54°Celsius appeared first on Epal.

]]>
Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið https://www.epal.is/islenskri-honnun-varpad-a-skjai-um-allt-hofudborgarsvaedid/ Thu, 25 Nov 2021 16:39:17 +0000 https://www.epal.is/?p=437910 Í október fór af stað einstakt átak þar sem vakin var athygli á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, prýddu ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið og sýndu fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar. Það var Eyjólfur Pálsson, gjarnan kenndur við Epal sem stóð að baki átakinu sem ætlað [...]

The post Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið appeared first on Epal.

]]>
Í október fór af stað einstakt átak þar sem vakin var athygli á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, prýddu ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið og sýndu fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar.

Það var Eyjólfur Pálsson, gjarnan kenndur við Epal sem stóð að baki átakinu sem ætlað var að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.

„Íslensk hönnun fær ekki alltaf þá athygli og virðingu sem hún verðskuldar og hef ég í gegnum tíðina reynt ýmsar leiðir til að koma henni betur á framfæri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við öll, sem seljum, hönnum, framleiðum eða einfaldlega elskum íslenska hönnun, tökum höndum saman til að styðja við þessa
mikilvægu iðngrein,“ segir Eyjólfur.

Viðtal : Hönnunarmiðstöð

60 íslenskir hönnunargripir

Ástríða Eyjólfs fyrir hönnun nær langt út fyrir hans eigin rekstur og var honum sérlega umhugað að um samvinnuverkefni væri að ræða sem endurspegli breidd íslenskrar hönnunar og fékk því Miðstöð hönnunar og arkitektúrs til liðs við sig og óskaði eftir að hún leggði til hugmyndir um fjölbreytta og fallega íslenska hönnun sem er nú þegar í sölu eða notkun.
„Úr varð ótrúlega fjölbreyttur flokkur hönnunargripa, um 60 talsins, sem varpað verður upp á skjái um allt höfuðborgarsvæðið. Hlutirnir á skiltunum munu spanna allt frá flothettum og fötum yfir í gistivagna, húsgögn og tölvuleiki,“ segir Eyjólfur og segir undirtektirnar hafa verið mjög góðar, enda ljóst að allir sem standa að eða unna íslenskri hönnun njóta góðs af því að virðing sé efld fyrir henni.

Brýn þörf á innkaupastefnu gagnvart íslenskri hönnun og framleiðslu

Eyjólfur bendir á að sýnileiki skipti máli, og ekki bara á ljósaskiltum.

„Frændur okkar, Danir, leggja til dæmis ávallt áherslu á eigin framleiðslu og hönnun í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum en hönnun er einn helsti drifkrafturinn að baki aukinni verðmætasköpun, meiri lífsgæðum, sjálfbærni og betra þjóðfélagi. Opinberar byggingar eru stolt þjóðar og eiga að endurspegla þann faglega metnað sem
við búum yfir, bæði hvað varðar listmuni og arkitektúr en ekki síður hönnunarvörur,“ segir Eyjólfur og bendir á að brýn þörf sé á innkaupastefnu gagnvart íslenskri hönnun og framleiðslu.

Það var auglýsingastofan Brandenburg sem stóð að hönnun herferðinnar en hér má sjá brot af þeim hönnunarvörum sem eru gerð skil í átakinu og við hvetjum ykkur til að hafa augun opin á ferð um höfuðborgarsvæðið næstu daga.

The post Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið appeared first on Epal.

]]>
Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur https://www.epal.is/nytt-fra-folk-multi-vasar-eftir-rognu-ragnarsdottur/ Thu, 02 Sep 2021 15:24:06 +0000 https://www.epal.is/?p=395730 MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir [...]

The post Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur appeared first on Epal.

]]>
MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir nýja ásýnd og hlutverk. Multi línan er hönnuð af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir FÓLK og vasarnir eru munnblásnir í Tékklandi.

Þú finnur MULTI vasana í vefverslun Epal.is

 

The post Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur appeared first on Epal.

]]>
Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living https://www.epal.is/islensk-honnun-a-forsidu-nordic-living/ Fri, 23 Apr 2021 11:12:26 +0000 https://www.epal.is/?p=376309 Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre. Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal. Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman [...]

The post Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living appeared first on Epal.

]]>

Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.

Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal: https://www.epal.is/vorur/islensk-honnun/regina/

The post Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living appeared first on Epal.

]]>
Regina vasar – íslensk hönnun í jólapakkann https://www.epal.is/regina-vasar-islensk-honnun-i-jolapakkann/ Mon, 21 Dec 2020 11:52:48 +0000 https://www.epal.is/?p=351579 Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður hannaði Regina vasann sem [...]

The post Regina vasar – íslensk hönnun í jólapakkann appeared first on Epal.

]]>
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður hannaði Regina vasann sem frumsýndur var á HönnunarMars fyrr á árinu.
Gefðu íslenska hönnun í jólapakkann –

The post Regina vasar – íslensk hönnun í jólapakkann appeared first on Epal.

]]>
Heimili – Forsalan er hafin! https://www.epal.is/heimili-forsalan-er-hafin/ Fri, 06 Nov 2020 11:23:45 +0000 https://www.epal.is/?p=322993 Forsalan er hafin! Heimili er ljósmyndabók með myndum af tuttugu ólíkum og glæsilegum íslenskum heimilum. Bókin Heimili er ný bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni, Home and Delicious sem gefið hafa út bækur og tímarit um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár. Í fyrra kom frá þeim bókin Bústaðir sem vakti mikla eftirtekt en [...]

The post Heimili – Forsalan er hafin! appeared first on Epal.

]]>

Forsalan er hafin!

Heimili er ljósmyndabók með myndum af tuttugu ólíkum og glæsilegum íslenskum heimilum. Bókin Heimili er ný bók frá hjónunum Höllu Báru og Gunnari Sverrissyni, Home and Delicious sem gefið hafa út bækur og tímarit um heimili, hönnun og arkitektúr síðustu ár. Í fyrra kom frá þeim bókin Bústaðir sem vakti mikla eftirtekt en nú er það bókin Heimili. Í henni heimsækja þau tuttugu íslensk heimili og prýða bókina yfir 200 ljósmyndir.
Bókin er væntanleg í lok nóvember.

The post Heimili – Forsalan er hafin! appeared first on Epal.

]]>