Nýjungar - Epal https://www.epal.is/category/blogg/nyjungar/ Hönnun í hávegum höfð Mon, 25 Aug 2025 13:47:32 +0000 is hourly 1 https://www.epal.is/wp-content/uploads/2020/05/favicon-96x96.png Nýjungar - Epal https://www.epal.is/category/blogg/nyjungar/ 32 32 Cherry Sour – nýtt frá Lakrids Lovers https://www.epal.is/cherry-sour-nytt-fra-lakrids-lovers/ Mon, 25 Aug 2025 13:47:32 +0000 https://www.epal.is/?p=709784 CHERRY SOUR – nýjasta LAKRIDS LOVERS útgáfan er mætt í Epal! Sætur lakkrís hjúpaður silkimjúku hvítu súkkulaði með stökkum kornum úr sólkysstum kirsuberjum. Þessi samsetning býður upp á ljúffenga bragðsprengju sem kallar fram bernskuminningar af berjatínslu á heitum sumardögum. Sérútgáfa í afar takmörkuðu upplagi og aðeins fáanleg í verslunum Epal og í vefverslun Epal.is! Sérstakar [...]

The post Cherry Sour – nýtt frá Lakrids Lovers appeared first on Epal.

]]>
CHERRY SOUR – nýjasta LAKRIDS LOVERS útgáfan er mætt í Epal!

Sætur lakkrís hjúpaður silkimjúku hvítu súkkulaði með stökkum kornum úr sólkysstum kirsuberjum. Þessi samsetning býður upp á ljúffenga bragðsprengju sem kallar fram bernskuminningar af berjatínslu á heitum sumardögum.
Sérútgáfa í afar takmörkuðu upplagi og aðeins fáanleg í verslunum Epal og í vefverslun Epal.is!
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar!

The post Cherry Sour – nýtt frá Lakrids Lovers appeared first on Epal.

]]>
Nýtt frá Lakrids Lovers – CRISPED UP VANILLA https://www.epal.is/nytt-fra-lakrids-lovers-crisped-up-vanilla/ Thu, 26 Jun 2025 10:22:20 +0000 https://www.epal.is/?p=701901 Takmarkað upplag – aðeins fyrir alvöru lakkrísunnendur! CRISPED UP VANILLA er nýjasta útgáfan úr Lakrids Lovers línunni frá Lakrids by Bülow – og hún mun trylla bragðlaukana! Mjúkur og sætur lakkrískjarni, hjúpaður silkimjúku rjómalöguðu hvítu súkkulaði með Madagaskar Bourbon vanillu og viðbættu rís. Sætur, stökkur og ómótstæðilegur – þetta er lakkrís í hæsta gæðaflokki. Lakrids [...]

The post Nýtt frá Lakrids Lovers – CRISPED UP VANILLA appeared first on Epal.

]]>
Takmarkað upplag – aðeins fyrir alvöru lakkrísunnendur!

CRISPED UP VANILLA er nýjasta útgáfan úr Lakrids Lovers línunni frá Lakrids by Bülow – og hún mun trylla bragðlaukana!
Mjúkur og sætur lakkrískjarni, hjúpaður silkimjúku rjómalöguðu hvítu súkkulaði með Madagaskar Bourbon vanillu og viðbættu rís. Sætur, stökkur og ómótstæðilegur – þetta er lakkrís í hæsta gæðaflokki.

Lakrids Lovers eru sérútgáfur í litlu upplagi sem einkennast oft af spennandi bragðtegundum sem lagðar eru undir alvöru lakkrísunnendur sem fá að spá fyrir um framtíðarmögleika vörunnar. Áður hafa verið framleiddar sérútgáfur Lakrids Lovers af, Lime Crackle, Salty Rasberry, Sour Strawberry, Golden Oranges og fleiri bragðtegundum sem sumar hverjar hafa fengið að verða hluti af vöruúrvali Lakrids by Bülow.
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar.

Nældu þér í eintak í vefverslun Epal.is

The post Nýtt frá Lakrids Lovers – CRISPED UP VANILLA appeared first on Epal.

]]>
Sumarlakkrísinn er kominn https://www.epal.is/sumarlakkrisinn-er-kominn-2/ Fri, 16 May 2025 14:10:53 +0000 https://www.epal.is/?p=694456 Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er mætt í Epal og er stútfull af ómótstæðilegum brögðum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er! PINK PINEAPPLE er splunkuný bragðtegund sem þú verður að smakka! Með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas og að lokum umlukin [...]

The post Sumarlakkrísinn er kominn appeared first on Epal.

]]>
Sumarlínan frá Lakrids by Bülow er mætt í Epal og er stútfull af ómótstæðilegum brögðum og er fullkomin gjöf fyrir hvaða sumartilefni sem er!
PINK PINEAPPLE er splunkuný bragðtegund sem þú verður að smakka! Með sætri og mjúkri lakkrísmiðju sem hjúpuð er hvítu rjómasúkkulaði með ferskum og framandi keim af ananas og að lokum umlukin brakandi bleikri sykurskel. Þessum bleika mola eru ætlaðir stórir hlutir, með glæsilega einkunn 4,5 frá Lakrids Lovers Taste Panel smakkráðinu! Pink Pineapple mun hrífa þig til suðrænnar paradísar!
LEMON er einstök blanda af söltum lakkrís og einum ferskasta ávexti úr náttúrunni, sítrónu! Mjúk lakkrísmiðjan er hjúpuð með ljúffengu hvítu súkkulaði, rjóma og vanillu til að tryggja fullkomið jafnvægi á milli þess sæta, súra og salta.
Allt saman útbúið úr bestu náttúrlegu hráefnunum og færir þér bragðið af paradís í hverjum bita og breytir hverri stund í lítið frí.
Nældu þér í sumarlakkrísinn í næstu Epal verslun. 

The post Sumarlakkrísinn er kominn appeared first on Epal.

]]>
Í fyrsta sinn á Íslandi – Lakrids Lovers lakkrísinn! https://www.epal.is/i-fyrsta-sinn-a-islandi-lakrids-lovers-lakkrisinn/ Thu, 27 Mar 2025 12:37:06 +0000 https://www.epal.is/?p=682111 Í fyrsta skipti á Íslandi, Lakrids Lovers lakkrís – fyrir alvöru lakkrísunnendur!  *mjög takmarkað magn og aðeins fáanlegur í verslunum Epal. Nýjasta Lakrids Lovers útgáfan er Lime Crackle sem fáanleg verður í afar takmörkuðu upplagi í fyrsta sinn á Íslandi. Lime Crackle sameinar spennandi bragð af límónu og sítrónu við hvítt mjólkursúkkulaði, salta lakkrísmiðju og [...]

The post Í fyrsta sinn á Íslandi – Lakrids Lovers lakkrísinn! appeared first on Epal.

]]>
Í fyrsta skipti á Íslandi, Lakrids Lovers lakkrís – fyrir alvöru lakkrísunnendur!  *mjög takmarkað magn og aðeins fáanlegur í verslunum Epal.
Nýjasta Lakrids Lovers útgáfan er Lime Crackle sem fáanleg verður í afar takmörkuðu upplagi í fyrsta sinn á Íslandi.
Lime Crackle sameinar spennandi bragð af límónu og sítrónu við hvítt mjólkursúkkulaði, salta lakkrísmiðju og græna stökka sykurhúð. Þessi samsetning af sætu og skörpu bragði býður upp á ljúffenga sítrussveiflu, sem lætur bragðlaukana þrá meira.
Lakrids Lovers eru sérútgáfur í litlu upplagi sem einkennast oft af spennandi bragðtegundum sem lagðar eru undir alvöru lakkrísunnendur sem fá að spá fyrir um framtíðarmögleika vörunnar. Áður hafa verið framleiddar sérútgáfur Lakrids Lovers af, Salty Rasberry, Sour Strawberry, Golden Oranges og fleiri bragðtegundum sem sumar hverjar hafa fengið að verða hluti af vöruúrvali Lakrids by Bülow.
Sérstakar Lakrids Lovers útgáfur frá Lakrids by Bülow eru aðeins framleiddar í mjög litlu upplagi og koma þær með QR kóða með könnun þar sem þú gefur þitt álit um bragð, áferð og hönnun lakkrísins. Þannig geta aðdáendur Lakrids by Bülow haft áhrif á framtíð vörunnar!

The post Í fyrsta sinn á Íslandi – Lakrids Lovers lakkrísinn! appeared first on Epal.

]]>
Our Society – nýtt vörumerki í Epal https://www.epal.is/our-society-nytt-vorumerki-i-epal/ Thu, 13 Mar 2025 15:12:41 +0000 https://www.epal.is/?p=679966 Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir. Our Society byggir á nútímalegu hugarfari varðandi efnisnotkun og vinnusiðferði og með einfaldan en sterkan stíl sem rammar inn stemmingu dagsins í dag á meðal hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga um allan heim. Samnefnari allra [...]

The post Our Society – nýtt vörumerki í Epal appeared first on Epal.

]]>
Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.

Our Society byggir á nútímalegu hugarfari varðandi efnisnotkun og vinnusiðferði og með einfaldan en sterkan stíl sem rammar inn stemmingu dagsins í dag á meðal hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga um allan heim. Samnefnari allra hönnuða og þeirra lykilaðila sem koma að Our Society er að þau eru upprennandi og sækja þau innblástur til ungu kynslóðarinnar og því bjartsýna og nýstárlega hugarfari sem henni fylgir.
„Sem hönnunarmerki sem byggt er af næstu kynslóð er siðferðisleg og sjálfbær framleiðsla sjálfsagður hluti af DNA fyrirtækisins. Að vinna með ungum hönnuðum setur háar kröfur og viðmið hvernig hönnun skuli vera framleidd. Eru því allir framleiðsluaðilar handvaldir á staðnum og innan Evrópu sem er þeim mikilvægt og uppfylla þeir allir umhverfisstaðla og viðeigandi vottanir.“

The post Our Society – nýtt vörumerki í Epal appeared first on Epal.

]]>
Vorboðinn er páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow https://www.epal.is/vorbodinn-er-paskalakkrisinn-fra-lakrids-by-bulow/ Tue, 11 Mar 2025 11:43:45 +0000 https://www.epal.is/?p=679411 Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. Crispy Caramel, Crunchy Toffee og Passion fruit er páskalakkrísinn í ár, alveg ómótstæðilega góður og nánast ómögulegt að fá sér bara eina kúlu. Crispy Caramel inniheldur stökka karamelluskel sem umlykur silkimjúkt dulche súkkulaði með hráu lakkrísdufti og mjúkri lakkrísmiðju. Flögur af [...]

The post Vorboðinn er páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow appeared first on Epal.

]]>
Páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow er sannkallaður vorboði og er nú loksins mættur til landsins. 
Crispy Caramel, Crunchy Toffee og Passion fruit er páskalakkrísinn í ár, alveg ómótstæðilega góður og nánast ómögulegt að fá sér bara eina kúlu.
Crispy Caramel inniheldur stökka karamelluskel sem umlykur silkimjúkt dulche súkkulaði með hráu lakkrísdufti og mjúkri lakkrísmiðju. Flögur af sjávarsalti setja punktinn yfir i-ið.
Crunchy Toffee inniheldur mjúkt rjómasúkkulaði með stökkri karamellu og saltaður lakkrís. Svo ljúffengur!
B – Passion Fruit inniheldur sæta lakkrísmiðju hjúpaða hvítu súkkulaði með bragði af ástaraldin. Hin fullkomna blanda. B er einn vinsælasti lakkrísinn úr vöruúrvali by Bülow og nú í fyrsta sinn fáanlegur í páskaeggi.
Páskalakkrísinn er fáanlegur í sælkeraboxum sem er vinsæl gjöf, sem páskaegg og í gömlu og góðu klassísku umbúðunum.

The post Vorboðinn er páskalakkrísinn frá Lakrids by Bülow appeared first on Epal.

]]>
Nýtt sælkeramerki – Parlans Konfektyr Stockholm er ómótstæðilega gott https://www.epal.is/nytt-saelkeramerki-omotstaedilega-gott/ Mon, 02 Dec 2024 15:02:25 +0000 https://www.epal.is/?p=649221 Nýtt í Epal! Parlans Konfektyr er þekktur sænskur sælgætisframleiðandi sem kemur beint frá hjarta Stokkhólms með handgerðar klassískar karamellur, sælkerasósur og súkkulaði gerðu úr náttúrulegum hráefnum og alvöru ástríðu. Parlans Konfektyr Stockholm er jafnframt gómsætt nýtt vörumerki hjá okkur í Epal sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara. Karamellusósan frá þeim sem nýtur ótrúlegra [...]

The post Nýtt sælkeramerki – Parlans Konfektyr Stockholm er ómótstæðilega gott appeared first on Epal.

]]>
Nýtt í Epal! Parlans Konfektyr er þekktur sænskur sælgætisframleiðandi sem kemur beint frá hjarta Stokkhólms með handgerðar klassískar karamellur, sælkerasósur og súkkulaði gerðu úr náttúrulegum hráefnum og alvöru ástríðu.

Parlans Konfektyr Stockholm er jafnframt gómsætt nýtt vörumerki hjá okkur í Epal sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara.

Karamellusósan frá þeim sem nýtur ótrúlegra vinsælda er frábær viðbót við eftirréttinn og baksturinn, og fæstir sem standast freistinguna að smakka karamelluna beint úr krukkunni með skeið! Umbúðirnar eru smart með klassísku yfirbragði sem vekur um leið upp nostalgíu og eru vörurnar frá Parlans Konfektyr tilvalin gjafahugmynd fyrir sælkerana í þínu lífi.

Valdar vörur frá Parlans Konfektyr eru nú fáanlegar í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is 

The post Nýtt sælkeramerki – Parlans Konfektyr Stockholm er ómótstæðilega gott appeared first on Epal.

]]>
LIFUN tímarit er komið út og ljósmyndasýning opnar í Epal Gallerí https://www.epal.is/lifun-timarit-er-komid-ut-og-ljosmyndasyning-opnar-i-epal-galleri/ Thu, 14 Nov 2024 13:29:17 +0000 https://www.epal.is/?p=645491 Fyrsta tölublað LIFUNAR er nú komið út. LIFUN er tímarit með myndum af íslenskum húsum og heimilum, heima og að heiman og er gefið út af þeim Höllu Báru Gestdóttur hönnuði og Gunnari Sverrissyni ljósmyndara. Í tilefni útgáfu LIFUNAR opnaði ljósmyndasýningin HEIMA Í 25 ÁR í Epal Gallerí, Laugavegi 7, og stendur yfir í viku. [...]

The post LIFUN tímarit er komið út og ljósmyndasýning opnar í Epal Gallerí appeared first on Epal.

]]>
Fyrsta tölublað LIFUNAR er nú komið út. LIFUN er tímarit með myndum af íslenskum húsum og heimilum, heima og að heiman og er gefið út af þeim Höllu Báru Gestdóttur hönnuði og Gunnari Sverrissyni ljósmyndara.
Í tilefni útgáfu LIFUNAR opnaði ljósmyndasýningin HEIMA Í 25 ÁR í Epal Gallerí, Laugavegi 7, og stendur yfir í viku.

Það eru 25 ár síðan við byrjuðum að búa og sömuleiðis 25 ár síðan við fórum að mynda heimili fólks. Búskapurinn og ljósmyndunin hafa haldist í hendur. Á öllum þeim stöðum sem við höfum búið höfum við komið okkur vel fyrir og liðið vel. Íbúðirnar hafa verið ólíkar, við höfum byggt hús, búið í útlöndum, verið í nýju og gömlu. Í gegnum árin höfum við alltaf myndað heimili okkar til að eiga minningar.

Myndirnar á sýningunni eru brot af þeim og árunum 25. Þær sýna þróun búskapar og breytingar sem verða á útliti og yfirbragði. Við höfum alltaf sagt að það að mynda heimili fólks sé að skrásetja samtímann og segja sögur. Við, og sérstaklega Gunnar, höfum myndað svo mörg heimili á þessum árum að við höfum ekki tölu á þeim. Með því að taka saman myndir af okkar heimili opnum við dyrnar fyrir ykkur eins og aðrir hafa gert fyrir okkur.

Verið velkomin, Halla Bára og Gunnar.“

LIFUN er tímarit í bókaformi og er í góðum gæðum. Tilvalið í jólapakkann! Verð: 4.990 kr. og fáanlegt í verslunum Epal Skeifunni og Epal Laugavegi – og væntanlegt í vefverslun Epal.is

The post LIFUN tímarit er komið út og ljósmyndasýning opnar í Epal Gallerí appeared first on Epal.

]]>
Takmarkað upplag! PH 2/1 Dusty Terracotta https://www.epal.is/takmarkad-upplag-ph-2-1-dusty-terracotta/ Tue, 17 Sep 2024 10:42:18 +0000 https://www.epal.is/?p=627908 Louis Poulsen kynnir PH 2/1 borðlampann eftir Poul Henningsen nú í glæsilegri Dusty Terracotta útgáfu í takmörkuðu upplagi. Lampinn er smágerð útgáfa af klassíska borðlampanum með með munnblásnum glerskermi úr fjögurra laga lituðu gleri og lampafæti úr kopar sem fengið hefur á sig fallega áferð með tímanum. PH 2/1 Dusty Terracotta verður aðeins fáanlegur frá [...]

The post Takmarkað upplag! PH 2/1 Dusty Terracotta appeared first on Epal.

]]>
Louis Poulsen kynnir PH 2/1 borðlampann eftir Poul Henningsen nú í glæsilegri Dusty Terracotta útgáfu í takmörkuðu upplagi. Lampinn er smágerð útgáfa af klassíska borðlampanum með með munnblásnum glerskermi úr fjögurra laga lituðu gleri og lampafæti úr kopar sem fengið hefur á sig fallega áferð með tímanum.

PH 2/1 Dusty Terracotta verður aðeins fáanlegur frá 1. október til 31. desember 2024. Forsalan er hafin, tryggðu þér eintak með því að smella á þennan hlekk.

PH 2/1 Dusty Terracotta

The post Takmarkað upplag! PH 2/1 Dusty Terracotta appeared first on Epal.

]]>
RE·ESSENCE, frá dufti í handsápu https://www.epal.is/re-essence-fra-dufti-i-handsapu/ Wed, 21 Aug 2024 14:07:33 +0000 https://www.epal.is/?p=625549 Nýtt vörumerki í Epal! RE·ESSENCE – frá dufti í handsápu RE·ESSENCE sápurnar samanstanda af litlum áfyllingum af handsápudufti ásamt margnota handsápuskammtara úr gleri. Vissir þú að handsápur innihalda allt að 90% vatn? Afhverju ekki að bæta því við heima?  Eftir 2,5 ára þróun varð hugmynd þeirra Cathrine og Henriette, danskra frumkvöðlavinkvenna að veruleika með stofnun [...]

The post RE·ESSENCE, frá dufti í handsápu appeared first on Epal.

]]>

Nýtt vörumerki í Epal! RE·ESSENCEfrá dufti í handsápu

RE·ESSENCE sápurnar samanstanda af litlum áfyllingum af handsápudufti ásamt margnota handsápuskammtara úr gleri.

Vissir þú að handsápur innihalda allt að 90% vatn? Afhverju ekki að bæta því við heima? 

Eftir 2,5 ára þróun varð hugmynd þeirra Cathrine og Henriette, danskra frumkvöðlavinkvenna að veruleika með stofnun vörumerkisins RE·ESSENCE, sem knúið er áfram af ástríðu þeirra fyrir umhverfinu og þeirri trú að jafnvel litlar breytingar á daglegum venjum okkar geti haft mikil áhrif á jörðina.

RE·ESSENCE sem nýlega var kynnt til sögunnar hefur það markmið að sameina vandaða norræna hönnun og á sama tíma að draga úr notkun á einnota plasti og draga úr losun koltvísýrings um 92% enda vörurnar margfalt léttari í flutningi.

Með aðeins 27 grömmum af duftinu færð þú 340 ml af lúxushandápu. Settið inniheldur 2 áfyllingar, glerflösku og trekt. Hægt er að velja um þrjá mismunandi gerðir, Lemongrass/Rosemary/Ceedar Wood, Lavender/Pine Needle sem lykta dásamlega ásamt lyktarlausu sápudufti.

RE·ESSENCE er frábært danskt vörumerki sem við erum spennt að kynna fyrir ykkur nánar og fylgjast með vörumerkinu vaxa og dafna.

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal.is 

     

The post RE·ESSENCE, frá dufti í handsápu appeared first on Epal.

]]>