Epal - Epal https://www.epal.is/category/blogg/epal/ Hönnun í hávegum höfð Fri, 08 Aug 2025 11:05:07 +0000 is hourly 1 https://www.epal.is/wp-content/uploads/2020/05/favicon-96x96.png Epal - Epal https://www.epal.is/category/blogg/epal/ 32 32 50 ára afmæliseintak – Form ruggustóll https://www.epal.is/50-ara-afmaeliseintak-form-ruggustoll/ Fri, 06 Jun 2025 11:52:44 +0000 https://www.epal.is/?p=697403 Í tilefni 50 ára afmælis Epal hefur Normann Copenhagen útbúið sérstaka afmælisútgáfu af Form ruggustólnum í aðeins 5 eintökum. 50 ára afmælisútgáfa stólsins er gerð úr hnotu og heilbólstruð með hlébarðamynstruðu Kvadrat Jade ullaráklæði, sérvöldu af hönnuðinum Simon Legald, sem gefur ruggustólnum einstakt útlit. Sjá í vefverslun Epal.

The post 50 ára afmæliseintak – Form ruggustóll appeared first on Epal.

]]>
Í tilefni 50 ára afmælis Epal hefur Normann Copenhagen útbúið sérstaka afmælisútgáfu af Form ruggustólnum í aðeins 5 eintökum. 50 ára afmælisútgáfa stólsins er gerð úr hnotu og heilbólstruð með hlébarðamynstruðu Kvadrat Jade ullaráklæði, sérvöldu af hönnuðinum Simon Legald, sem gefur ruggustólnum einstakt útlit.

Sjá í vefverslun Epal.

The post 50 ára afmæliseintak – Form ruggustóll appeared first on Epal.

]]>
SKRIPO opnar í Epal Gallerí https://www.epal.is/skripo-opnar-i-epal-galleri/ Fri, 04 Apr 2025 12:01:49 +0000 https://www.epal.is/?p=684349 Sýningin SKRIPO stendur nú yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7. Að baki sýningarinnar standa æskuvinirnir þeir Guðjón Viðarsson og Kári Þór Arnarsson. Vinasamband þeirra hefur alla tíð einkennst af sköpun, allt frá fyrstu sameiginlegu teikningunum og að þeim málverkum sem þeir mála saman í dag. Frá því sumarið 2023 hafa Guðjón og Kári málað myndir [...]

The post SKRIPO opnar í Epal Gallerí appeared first on Epal.

]]>
Sýningin SKRIPO stendur nú yfir í Epal Gallerí, Laugavegi 7.
Að baki sýningarinnar standa æskuvinirnir þeir Guðjón Viðarsson og Kári Þór Arnarsson. Vinasamband þeirra hefur alla tíð einkennst af sköpun, allt frá fyrstu sameiginlegu teikningunum og að þeim málverkum sem þeir mála saman í dag.
Frá því sumarið 2023 hafa Guðjón og Kári málað myndir saman undir nafninu Skripo. Þeir vinna jafnan á tvo striga í einu, skiptast á að teikna og mála fígúrur, oft án þess að vita hvert verkið leiðir. Í sumum tilfellum teiknar annar aðeins augu eða handlegg áður en þeir skipta um striga og halda áfram á grunni hins. Þannig verður hver mynd samspil leikgleði, innsæis og sköpunar án fyrirfram ákveðinnar niðurstöðu.
Á sýningu Skripo, sem haldin verður í Epal Gallerí á Laugavegi dagana 4.-25. apríl, gefst gestum einnig kostur á að versla málverk, auk eftirprenta í takmörkuðu upplagi.

The post SKRIPO opnar í Epal Gallerí appeared first on Epal.

]]>
BAÐ – sígildar og fágaðar vörur innblásnar af íslenskri baðmenningu https://www.epal.is/bad-sigildar-og-fagadar-vorur-innblasnar-af-islenskri-badmenningu/ Tue, 11 Feb 2025 14:07:39 +0000 https://www.epal.is/?p=673359 Nýja vörulínan okkar, BAÐ er nú mætt í vefverslun! BAÐ er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir. Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg [...]

The post BAÐ – sígildar og fágaðar vörur innblásnar af íslenskri baðmenningu appeared first on Epal.

]]>
Nýja vörulínan okkar, BAÐ er nú mætt í vefverslun!

BAÐ er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.

Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is

The post BAÐ – sígildar og fágaðar vörur innblásnar af íslenskri baðmenningu appeared first on Epal.

]]>
Nýtt sælkeravörumerki – Bacanha https://www.epal.is/nytt-saelkeravorumerki-bacanha/ Thu, 09 Jan 2025 14:21:34 +0000 https://www.epal.is/?p=666914 Bacanha er franskt sælkeravörumerki sem hefur frá árinu 2013 útbúið brut síróp (hrátt síróp), innblásið af handverksaðferðum frá París með því að notast eingöngu við náttúruleg hráefni, allt frá ávaxtaþykkni til ilmkjarnaolíu, og án allra gerviefna og rotvarnarefna. Þessu franska vörumerki hefur þannig tekist að endurskilgreina síróp með því að blanda saman hefðum, nýsköpun og [...]

The post Nýtt sælkeravörumerki – Bacanha appeared first on Epal.

]]>
Bacanha er franskt sælkeravörumerki sem hefur frá árinu 2013 útbúið brut síróp (hrátt síróp), innblásið af handverksaðferðum frá París með því að notast eingöngu við náttúruleg hráefni, allt frá ávaxtaþykkni til ilmkjarnaolíu, og án allra gerviefna og rotvarnarefna. Þessu franska vörumerki hefur þannig tekist að endurskilgreina síróp með því að blanda saman hefðum, nýsköpun og sjálfbærni og leggur það ríka áherslu á gæði sem endurspeglast í vali þeirra á afar vönduðum innihaldsefnum.
Sykurinn sem notaður er í sírópin er fenginn frá Brasilíu, þar sem hann er framleiddur með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Þessi umhverfismeðvitaða nálgun Bacanha nær einnig til framleiðslu þeirra í Parísar, þar sem hver flaska er handpökkuð í gulbrúnu gleri til að varðveita gæði og bragð sírópsins og eykur geymsluþol.
Hvort sem sírópin eru notuð í kokteila, kaffidrykki eða til matreiðslu og baksturs bjóða Bacanha síróp upp á ekta bragðupplifun sem heiðrar bæði fortíð og framtíð sírópsframleiðslu.

 

 

The post Nýtt sælkeravörumerki – Bacanha appeared first on Epal.

]]>
Frumsýning vörulínunnar BAÐ https://www.epal.is/frumsyning-vorulinunnar-bad/ Mon, 25 Nov 2024 12:08:02 +0000 https://www.epal.is/?p=647152 Fagnaðu með okkur útkomu vörulínunnar BAÐ á miðvikudaginn þann 27. nóvember milli klukkan 17:00 – 19:00. – Hönnuðir verða á staðnum og kynna BAÐ vörulínuna.– Happdrætti þar sem tveir heppnir hljóta veglega BAÐ gjafakörfu. – 10% afsláttur af allri smávöru í Epal Skeifunni á meðan viðburði stendur. Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna [...]

The post Frumsýning vörulínunnar BAÐ appeared first on Epal.

]]>
Fagnaðu með okkur útkomu vörulínunnar BAÐ á miðvikudaginn þann 27. nóvember milli klukkan 17:00 – 19:00.
– Hönnuðir verða á staðnum og kynna BAÐ vörulínuna.
– Happdrætti þar sem tveir heppnir hljóta veglega BAÐ gjafakörfu. – 10% afsláttur af allri smávöru í Epal Skeifunni á meðan viðburði stendur.
Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY.
Dagskrá:
17:15 Lýsing á BAÐ og ferlinu hvernig þetta fór af stað og hvernig þetta hefur þróast. Baksaga verkefnisins, tilvist Epal Design og metnaður þess og ásetningur. Samhengi hlutanna útskýrt og framtíðar hugsjónir teiknaðar. Hönnuðir kynntir og þeirra verkum lýst og spurningum svarað.
18:00 Dregið í leik þar sem 2 heppnir gestir fá gjafakörfu með hlutum úr BAÐ línunni.
19:00 Viðburði lýkur.
Það verður í boði 10% afsláttur af allri smávöru hjá Epal á meðan viðburði stendur.
Nánar um BAÐ
-íslensk baðmenning í hávegum höfð.
Epal hefur frá byrjun verið leiðandi afl í stuðningi við íslenska hönnun og hefur Epal Design framleitt úrval íslenskrar hönnunar í náinni samvinnu við vel valda hönnuði.
Markmið Epal Design er að framleiða vandaða, tímalausa og stílhreina hönnun með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Áhersla er lögð á íslensk stílbrigði, fágun og gæði.
Baðmenning okkar er á svo margan hátt einstök og allir íslendingar tengja við hana. Heita vatnið okkar er mikilvæg náttúruauðlind og í raun ótrúleg hversdagsgæði að hafa aðgengi að henni.
Það er gott fyrir sál og líkama að njóta þessara náttúrugjafar, hvort sem er í sundlaugum, heilsulindum eða heima.
Sumarið 2023 hófst samtal með sérhæfðum hönnuðum sem þekkja málaflokkinn vel og vöruþróun hefur staðið yfir sleitulaust síðan. Forkynning var á Hönnunarmars 2024 og nú er komið að því að bjóða vörurnar til sölu.
Verkefnið samanstendur af ýmsum nytjahlutum, bæði fyrir heimilið sem og heimsóknir á baðstaði.
Hönnuðirnir:
Margrét Jónsdóttir er þekkt leirlistakona sem hefur unnið mikið með íslenska náttúru og hennar hönnun einkennist af leik með leir, glerung, form og áferð.
Unnur Valdís er hönnuður Flothettunar og hefur skapað frjótt samfélag sem stundar flot víðsvegar um landið sem hefur róandi og sefandi áhrif í heimi álags og spennu.
Ingibjörg Hanna er grafískur hönnuður sem hefur tekið ástfóstri við textíl. Hún blandar saman grafískum formum við áferð textílsins og endurskapar landslag Íslands á einfaldan og stílhreinan hátt.
Sóley vinnur með aldagamlar hefðir í nútíma samhengi og innvefur þær í vörur sínar. Íslenskar jurtir eru undirstaðan hjá Sóleyju í þróun hennar á sápum, kremum og bað söltum.

The post Frumsýning vörulínunnar BAÐ appeared first on Epal.

]]>
Páskaopnun í Epal https://www.epal.is/paskaopnun-i-epal-2024/ Fri, 15 Mar 2024 13:40:37 +0000 https://www.epal.is/?p=595608 Meðfylgjandi má finna opnunartíma um páskana í öllum verslunum Epal. Lokað verður yfir páskana í Epal Skeifunni, dagana 28. mars – 1. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 2. apríl í Skeifunni. Skírdagur: Opið í öllum verslunum nema lokað í Epal Skeifunni. Föstudagurinn langi: Lokað í öllum verslunum Epal. Laugardagur: Opið í öllum verslunum nema í Epal Skeifunni. [...]

The post Páskaopnun í Epal appeared first on Epal.

]]>
Meðfylgjandi má finna opnunartíma um páskana í öllum verslunum Epal. Lokað verður yfir páskana í Epal Skeifunni, dagana 28. mars – 1. apríl. Opnum aftur þriðjudaginn 2. apríl í Skeifunni.

Skírdagur: Opið í öllum verslunum nema lokað í Epal Skeifunni. Föstudagurinn langi: Lokað í öllum verslunum Epal. Laugardagur: Opið í öllum verslunum nema í Epal Skeifunni. Páskadagur: Lokað í öllum verslunum Epal. Annar í páskum: Lokað í öllum verslunum Epal en opið í Epal á Laugavegi.

 

Skeifan

LOKAÐ alla páskadagana.

Laugavegur

Fimmtudagur 28.03 (Skírdagur)  Opið 10-18

Föstudagurinn langi LOKAÐ

Laugardagur 30.03 opið 10-18

Páskadagur LOKAÐ

Annar í páskum opið 11-18

Kringlan og Smáralind

Fimmtudagur 28.03 (Skírdagur) Opið 12-17

Föstudagurinn langi LOKAÐ

Laugardagur 30.03 opið 11-18

Páskadagur LOKAÐ

Annar í páskum LOKAÐ

 

Nánari upplýsingar um opnunartíma finnur þú hér: www.epal.is/paskaopnun-epal Verslun okkar í Skeifunni 6 verður lokuð yfir páskana en verslanir okkar í Kringlunni, Laugavegi og í Smáralind verða opnar á skírdag og laugardaginn 8. apríl. Epal óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra páska!

The post Páskaopnun í Epal appeared first on Epal.

]]>
20% afsláttur af Auping rúmum dagana 22. – 24. febrúar https://www.epal.is/20-afslattur-af-auping-rumum-dagana-22-24-februar/ Mon, 19 Feb 2024 14:29:17 +0000 https://www.epal.is/?p=588874 Dagana 22. – 24. febrúar bjóðum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig.  Sérfræðingur frá Auping verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 22. – 24. febrúar og í tilefni þess veitum við 20% afslátt af [...]

The post 20% afsláttur af Auping rúmum dagana 22. – 24. febrúar appeared first on Epal.

]]>
Dagana 22. – 24. febrúar bjóðum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Sérfræðingur frá Auping verður hjá okkur í Epal Skeifunni dagana 22. – 24. febrúar og í tilefni þess veitum við 20% afslátt af öllum pöntunum frá Auping. Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk gæða rúm sem hægt er að sérsníða fyrir hvern og einn viðskiptavin, með ótal möguleikum varðandi dýnur, áklæði og liti, sem gerir það að verkum að Auping rúm passar hvaða heimili sem er.

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu. Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku!

The post 20% afsláttur af Auping rúmum dagana 22. – 24. febrúar appeared first on Epal.

]]>
Jafnlaunastefna Epal https://www.epal.is/jafnlaunastefna-epal/ Tue, 06 Feb 2024 14:46:00 +0000 https://www.epal.is/?p=587387 Stefna Epal er að vera vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og þar sem allt starfsfólk nýtur sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu ásamt því að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum. Epal hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á [...]

The post Jafnlaunastefna Epal appeared first on Epal.

]]>
Stefna Epal er að vera vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynjanna er virt í hvívetna og þar sem allt starfsfólk nýtur sömu tækifæra til starfsþróunar og fræðslu ásamt því að greidd skuli jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum þáttum.

Epal hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem hefur það meginmarkmið að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks Epal og er órjúfanlegur hluti af launastefnu þess. Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að lögð hafi verið fram gögn sem sýna fram á það, með fullnægjandi hætti, að launakerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar og framkvæmd þess mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.

 

The post Jafnlaunastefna Epal appeared first on Epal.

]]>
Puffin Pride er kominn aftur https://www.epal.is/puffin-pride-er-kominn-aftur/ Fri, 11 Aug 2023 15:53:05 +0000 https://www.epal.is/?p=544209 Puffin Pride er mættur aftur! Epal í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson kynna Puffin Pride sem kemur í takmörkuðu upplagi í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið [...]

The post Puffin Pride er kominn aftur appeared first on Epal.

]]>
Puffin Pride er mættur aftur!
Epal í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson kynna Puffin Pride sem kemur í takmörkuðu upplagi í tengslum við Hinsegin daga í Reykjavík. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Regnbogafáninn var hannaður árið 1978 í San Francisco. Litirnir áttu að tákna samfélag og fjölbreytileika hinsegins fólks.
Hluti söluverðs lundans rennur til Hinsegin daga í Reykjavík sem eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem stýrt hafa hátíðarhöldum við gleðigönguna í Reykjavík undanfarin ár.
Þú finnur Puffin Pride í verslunum Epal og í vefverslun Epal.is

The post Puffin Pride er kominn aftur appeared first on Epal.

]]>
Skráðu þinn brúðargjafalista í Epal https://www.epal.is/skradu-thinn-brudargjafalista-i-epal/ Wed, 05 Jul 2023 10:19:42 +0000 https://www.epal.is/?p=533353 Öll brúðhjón sem búa til gjafalista hjá Epal fá gjafabréf að verðmæti 15% þeirrar upphæðar sem verslað var af brúðargjafalistanum. Kostir þess að útbúa gjafalista í Epal eru að brúðhjón geta óskað sér þá muni sem þeim langar í og hjálpar það einnig gestum að velja réttu gjafirnar. Við mælum með því að brúðhjón velji [...]

The post Skráðu þinn brúðargjafalista í Epal appeared first on Epal.

]]>
Öll brúðhjón sem búa til gjafalista hjá Epal fá gjafabréf að verðmæti 15% þeirrar upphæðar sem verslað var af brúðargjafalistanum.
Kostir þess að útbúa gjafalista í Epal eru að brúðhjón geta óskað sér þá muni sem þeim langar í og hjálpar það einnig gestum að velja réttu gjafirnar.
Við mælum með því að brúðhjón velji fjölbreyttar vörur á breiðu verðbili því það er algengt að gestir hópi sig saman í stærri gjafir og hvetjum við því brúðhjón að vera ekki hrædd við að setja dýrari óskir á listann. Einnig er mjög sniðugt að hafa gjafabréf á listanum.
Leyfðu okkur að aðstoða þig við valið.

The post Skráðu þinn brúðargjafalista í Epal appeared first on Epal.

]]>