Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur

MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir nýja ásýnd og hlutverk. Multi línan er hönnuð af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir FÓLK og vasarnir eru munnblásnir í Tékklandi.

Þú finnur MULTI vasana í vefverslun Epal.is

 

Endeavour – Vönduð dönsk hönnun fyrir atvinnukokka og alla matarunnendur

Endeavour er danskt hönnunarmerki sem framleiðir hnífa og eldhúsáhöld fyrir fagfólk sem aðgengilegt er fyrir alla matarunnendur.

Nikolaj Kirk og Mikkel Maarbjerg sem báðir eru þekktir matreiðslumenn í Danmörku, eru hönnuðir Endeavour. Eitt meginmarkmið þeirra var að framleiða hnífa og aðrar eldhúsvörur sem uppfylla strangar kröfur þeirra sem atvinnukokkar og seldar eru til hins almenna notanda.

Nikolaj Kirk er vinsæll sjónvarpskokkur og Mikkel Maarbjerg hefur verið sæmdur Michelin stjörnum nokkrum sinnum. Saman reka þeir matreiðslu stúdíóið KIRK+MAARBJERG.

Endeavour serían er vönduð, tímalaus og hönnuð til þess að verða á meðal þinna uppáhalds áhalda í eldhúsinu.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal. 

15% afsláttur af Ambassador rúmum frá Jensen

Ambassador rúmin frá Jensen Beds eiga 15 ára afmæli og af því tilefni er 15% afsláttur af öllum Ambassador rúmum.*
 
Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
 
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur.
 
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.
Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Sumarlakkrísinn frá Lakrids by Bülow er ómótstæðilegur

Sumarlakkrísinn er kominn í Epal!
BÆRRIES frá Lakrids by Bülow er sumarlakkrísinn í ár og er hann bragðbættur með villtum bláberjum og berjum af hafþyrni! Alveg hreint ómótstæðilega góður, sjáðu úrvalið í vefverslun Epal.is

Skráðu þig í Epalklúbbinn í júní og þú gætir unnið sumarlakkrísinn frá Lakrids by Bülow, þú skráir þig á forsíðu Epal.is.

 

 

Spennandi vornýjungar frá Moomin

Nýjar og æðislegar Moomin vörur eru mættar í verslanir Epal og í vefverslun Epal.is og eru aðalpersónurnar að þessu sinni Múmínmamma og Fillífjónkan. Kíktu við á úrvalið!
“Múmínmamma er máttarstólpi Múmíndals og hjarta Múmínhússins, blíð og snjöll móðurímynd sem lætur ekkert á sig fá. Fjölskyldan nýtur ekki bara góðs af samkennd hennar heldur er hún tilbúin að hugsa vel um alla þá sem heimsækja Múmínhúsið.
Múmínmamma kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er með vinnukonu á heimilinu af því að Fillífjónkan telur að fjölskyldan þurfi aðstoð við að ná reiðu á óskipulagða heimilið.
“Frú Fillífjónka er þriggja barna móðir og er hún afar snyrtileg og skipulögð manneskja. Hún er heltekin af heimilisþrifum og er uppá sitt besta þegar henni gefst færi á að skipuleggja almennilega vorhreingerningu.
Dag einn mætir geðlæknir í Múmíndal og læknar frú Fillífjónku af hreingerningar-áráttunni. Þegar heimili hennar fer smám saman að hrörna ákveður Múmínmamma á sinn einstaka hátt að aðstoða Fillífjónkuna við að fá aftur ástríðu fyrir þrifum.”

Jólaborðið í Epal – Svava Halldórs hjá Listrænni Ráðgjöf

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Fjórða og síðasta jólaborðið er skreytt af Svövu Halldórsdóttur útstillingahönnuði sem vakið hefur athygli fyrir frumlegar og skemmtilegar útstillingar. Svava Halldórsdóttir stofnaði fyrirtækið sitt Listræn Ráðgjöf í febrúar 2019 og hafa móttökurnar farið fram út hennar björtustu vonum. Listræn ráðgjöf vinnur með verslunum og fyrirtækjum við að skapa rétt umhverfi fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Svava hefur unnið fyrir Kokku, Blush og Smáralindina við ýmis verkefni eins og gluggaútstillingar, uppröðun á vörum og við gerð myndarýmis.

Jólaborðið er skreytt með borðstelli og hnífapörum frá Kähler, glösum frá iittala, tauservíettum frá Ferm Living, kökudiskum frá Dutch Deluxes ásamt einstökum borðskreytingum sem Svava útbjó í VIPP eldhúsinu, blómaskreytingar eru handgerðar, m.a. úr stráum sem fást í Epal. 

Jólaborðið – Anthony og Ýr

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og annálaða fagurkera sem dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.

Jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 9. – 16. desember er glæsilegt og fengum við til okkar þau Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttur sem eru hönnuðurnir á bak við Reykjavík Trading Co. Þau sérhæfa sig í handgerðum gæðavörum fyrir heimilið og vinna aðallega með náttúruleg efni eins og leður, við og ull. Náttúran er helsti innblástur þeirra og jarðlitir eru ríkjandi í allri þeirra hönnun. Anthony og Ýr hafa hannað fyrir Dill, Kex og Skál ásamt því að hafa unnið með mörgum öðrum veitingastöðum, hótelum og kaffihúsum. Þau hjónin reka litla búð sem kallast The Shed (Skúrinn) í hjarta Hafnarfjarðar en þar eru þau einnig með vinnuaðstöðu.

Borðið er dekkað með matarstelli, kertastjaka og gylltu skrauti frá Ferm Living, tauservíettum frá Vipp, kaffikönnu frá Stelton, kökudisk frá Dutch Deluxes ásamt handgerðu skrauti frá The Shed. Stólarnir og borðið eru frá Carl Hansen & son.

Hönnunarmars 2020 // Pastelpaper

Epal tekur þátt í HönnunarMars tólfta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Pastelpaper er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Ný kortalína Pastelpaper sem heitir Colors of Iceland verður frumsýnd á HönnunarMars í Epal. Colors of Iceland er eins og nafnið gefur til kynna einskonar litaprufur fyrir Ísland. Ísland er eins og við öll vitum dásamlega fallegt og hefur að geyma einstaka liti frá náttúrunnar hendi. Kortalínan samanstendur af 10 kortum sem tákna 10 staði, staðirnir voru litgreindir og saman eru kortin litapalletta fyrir Ísland. Það mun svo án ef bætast fleiri staðir við í framtíðinni enda af nóg af taka þegar kemur af áhugaverðum stöðum á Íslandi. Kortin eru prentuð á 400gr pappír, framleidd á Íslandi og eru góð leið til að bæta smá lit í lífið.

Linda Jóhannsdóttir mun einnig sýna aðra nýja línu sem heitir 2020, línan varð til í samgöngubanninu þar sem Linda ákvað að mála eina mynd á dag, sem var seld á slaginu þrjú á Instagram síðu Pastelpaper. Myndirnar urðu 40 talsins og fengu færri mynd en vildu. Nýja línan Pastelpaper er unnin út frá þeim myndum, myndirnar verða í A4, eru áritaðar og númeraðar og verða í afar takmörkuðu magni.”

Einstakur safngripur! CH24 dökkblár lakkaður

Til að fagna afmælisdegi Hans J. Wegner hefur hönnuðurinn Ilse Crawford sett sitt mark á Y stólinn.
CH24 árituð afmælisútgáfa Hans J. Wegner í gljáandi dökkbláum lit er bæði aðlaðandi, tímalaus og nútímaleg. Einstakur áritaður safngripur sem aðeins verður til sölu til 30. apríl 2020.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku hönnun frá Carl Hansen & Søn