Teiknidagar Hulla í Epal á Laugavegi, 3. og 15. desember

Teiknidagar Hulla verða hjá okkur í Epal Laugavegi dagana 3. desember og 15. desember og mun þar Hugleikur Dagsson teikna jólagjafir á staðnum!
„Þú mætir, talar við Hulla og hann teiknar (ó)viðeigandi mynd á meðan þú bíður. Þarna verða líka Hullabækur, Hullabollar, Hullabolir, Hullapeysur, Hullasokkar, Hullaspil og innrömmuð Hullalist.“

Tilboð í vefverslun Epal.is

Kynntu þér úrvalið af spennandi tilboðum sem nú eru í gangi í vefverslun okkar og í verslunum Epal. Má þar nefna 30% afslátt af völdum Frederik Bagger kristalsglösum, 50% afslátt af völdum Muuto Dots hönkum, 30% afslátt af völdum ljósum frá Louis Poulsen, 50% afsláttur af Pleece vörum frá Design House Stockholm og svo margt fleira á frábærum afslætti út vikuna 22. – 27. nóvember.

Nýttu þér tækifærið og verslaðu jólagjafirnar í rólegheitum heima í stofu.

Sjáðu jólagjafahandbók Epal – yfir 200 hugmyndir

Hjá Epal finnur þú úrval af jólagjöfum fyrir þá sem standa þér nærri. Skoðaðu jólagjafahandbókina okkar og fáðu hugmyndir að jólagjöfum sem hitta í mark, sjáðu heillandi jólaskreytingar og hver veit nema sitthvað leynist á næstu blaðsíðum sem mun enda undir jólatrénu þínu í ár.

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og bjóðum við upp á hátíðlega jóladagskrá vikurnar fram að jólum, má þar nefna ljúfa jólatóna, bakstur og innblástur að jólaskreytingum. Vefverslun Epal er opin allan sólarhringinn og hægt er að versla jólagjafirnar heima í stofu í rólegheitum.

Smelltu á hlekkinn til að skoða jólagjafahandbókina 

Sjáumst í myrkrinu!

Bookman hentar fyrir alla sem vilja sjá og sjást í myrkri! Bookman er sænskt fyrirtæki sem hannar smart endurskinsvörur fyrir hjólreiðafólk, göngufólk, hlaupara og alla aðra sem kunna vel að meta útivist og vilja sjást í myrkrinu. Með mikla áherslu á smáatriði, gæði og öryggi hefur Bookman eitt markmið: Að láta alla sjást í umferðinni og koma í veg fyrir slys. Öryggi þarf ekki að vera óspennandi!

Kynntu þér frábært úrval af endurskinsmerkjum fyrir bæði börn og fullorðna í vefverslun Epal.is

 

„Hönnunarvara er ekki bara fallegt húsgagn eða skrautmunur“

Verðlauna­átakið „Þetta er ís­lensk hönn­un“ lýs­ir nú upp borg­ina í annað sinn, með ís­lenskri hönn­un­ar­vöru á ljósa­skilt­um um allt höfuðborg­ar­svæðið í heila viku.

„Mark­miðið með átak­inu er að vekja meðvit­und og auka virðingu fyr­ir ís­lenskri hönn­un,“ seg­ir Eyj­ólf­ur Páls­son, stofn­andi Epal, en hann stend­ur að baki átak­inu sem vakti mikla at­hygli í fyrra og vann til gull­verðlauna í FÍT keppn­inni.

Viðtalið birtist hjá Mbl.is þann 16. október 2022. Skrifað af Mörtu Maríu Jónasdóttur. 

„Átakið sprett­ur af ein­lægri ástríðu minni fyr­ir hönn­un en eft­ir góðar viðtök­ur í fyrra og fjölda áskor­ana um að end­ur­taka leik­inn ákvað ég að kalla á ný eft­ir stuðningi og sam­vinnu þeirra sem hanna, fram­leiða, selja eða ein­fald­lega elska ís­lenska hönn­un og end­ur­taka leik­inn! Við feng­um verðlaunateymið hjá Brand­en­burg aft­ur til liðs við okk­ur og rétt eins og í fyrra munu aug­lýs­ing­arn­ar birt­ast á mín­útu fresti í heila viku, á alls þrjá­tíu stór­um skjám og 300 skjám í stræt­is­vagna­skýl­um.“

Ólík­ar hönn­un­ar­vör­ur – allt í kring um okk­ur

Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs var Eyj­ólfi inn­an hand­ar að út­búa lista yfir vör­ur sem end­ur­spegla þá miklu breidd sem ein­kenn­ir ís­lenska hönn­un.

„Við vilj­um vekja at­hygli á fjöl­breyti­leika hönn­un­ar og í ár voru 60 hönn­un­ar­vör­ur frá jafn­mörg­um hönnuðum og hönn­un­art­eym­um vald­ar til að til að prýða borg­ar­um­hverfið. Hönn­un­ar­vara er ekki bara fal­legt hús­gagn eða skraut­mun­ur, hönn­un­ar­vör­ur eru allt í kring­um okk­ur, frá tölvu­leikj­um til stoðtækja og kera­mík til klæða,“ seg­ir Eyj­ólf­ur en for­send­ur fyr­ir þátt­töku eru að var­an sé nú þegar í fram­leiðslu og sölu.

Eyj­ólf­ur bend­ir á að sýni­leiki skipti máli og að frum­kvæði og kaup op­in­berra aðila á hönnuðum vör­um geti skipt miklu máli fyr­ir grein­ina, eins og sjá megi í Finn­landi og Dan­mörku þar sem skýr hönn­un­ar– og inn­kaupa­stefna hef­ur leitt leiðina.

„Dan­ir leggja sem dæmi ávallt áherslu á að þeirra eig­in fram­leiðsla og hönn­un sé í fyr­ir­rúmi í stofn­un­um, bygg­ing­um, op­in­ber­um verk­efn­um og öllu kynn­ing­ar­efni, eins og í bíó­mynd­um. Þetta gera dönsk yf­ir­völd á hrein­um viðskipta­leg­um for­send­um en hönn­un er einn helsti drif­kraft­ur­inn að baki auk­inni verðmæta­sköp­un, meiri lífs­gæðum, sjálf­bærni og betra þjóðfé­lagi. Op­in­ber­ar bygg­ing­ar eru stolt þjóðar og eiga að end­ur­spegla þann fag­lega metnað sem við búum yfir, bæði hvað varðar list­muni og arki­tekt­úr en ekki síður hönn­un­ar­vör­ur,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og seg­ir Ísland geta lært mikið af ná­grannaþjóðum hvað það varðar.

Sagan á bakvið Pedrera sófaborðið frá Gubi

Pedrera sófaborðið var hannað árið 1955 af spænska arkitektnum og hönnuðinum Barba Corsini (1916–2008), fyrir hina frægu byggingu, La Predrera í Barcelona sem hönnuð var af Antoni Gaudi.

Barba Corsini var falið árið 1953 að teikna 13 einstaklingsíbúðir í risrými Casa Milà byggingarinnar (La Predrera) sem áður hýsti vörugeymslu og þvottahús. Corsini var yfirarkitekt verkefnisins og sá um alla innanhússhönnun íbúðanna. Predrera er sagður hafa sótt innblástur sófaborðsins úr hvelfdu lofti Casa Milá byggingarinnar.

Helstu fyrirmyndir Barba Corsini voru arkitekarnir Mies van der Rohe og Frank Lloyd Wright.

Það var þó ekki fyrr en árið 2010 sem Gubi hóf framleiðslu á hönnun Corsini og var það fyrir þökk Joaquim Ruiz Millet, arkitekts og listræns stjórnanda sem heimsótti La Predrera á meðan verið var að gera íbúðirnar upp árið 1991. Þar uppgötvaði hann fegurð klassíska PD2 gólflampans sem einnig var hannaður af Corsini og bjargaði honum frá því að verða hent. Varð það upphafið af farsælu samstarfi þeirra á milli þar sem upprunarleg hönnun frá La Pedrera öðlaðist nýtt líf.

Dagana 15. október – 1. desember bjóðum við 20% afslátt af klassíska Predrera sófaborðinu / brass og svart. 

*15 okt til 1 des

Auping heimsókn og afsláttur dagana 11. – 15. október

Auping eru umhverfisvæn og margverðlaunuð rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og framúrskarandi svefnþægindi.

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu.

Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot, IF hönnunarverðlaunin og fl.

Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár og er útkoman bæði nútímaleg og klassísk rúm sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi, með virðingu fyrir umhverfinu.

Heilbrigt og orkuríkt líf byrjar með góðum nætusvefn. Með Auping rúmi byrjar þú daginn vel hvíld/ur og full/ur af orku.

Sérfræðingur frá Auping rúmum verður staddur í Epal Skeifunni þann 11. október og veitir ráðgjöf við val á réttu rúmi. Í tilefni heimsóknarinnar veitum við 15% afslátt af öllum rúmum og fylgihlutum frá Auping dagana 11. – 15. október.

Komdu við hjá okkur í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf sérðfræðings varðandi val á Auping rúmi fyrir þig. 

Umhverfisvæn rúm með áherslu á gæði, góða hönnun og þægindi.

Dagana 11. – 15. október veitum við 15% afslátt af öllum pöntunum á Auping rúmi. Þriðjudaginn 11. október verður hjá okkur í Epal Skeifunni sérfræðingur frá Auping sem veitir ráðgjöf.

Sælkeradagur Epal

Veglegur sælkeradagur verður haldinn laugardaginn 24. september í verslun Epal Skeifunni þar sem kynntar verða allskyns ljúffengar sælkeravörur og fá gestir meðal annars að smakka gómsætt handgert sælgæti, grískar matvörur og gæða ólívuolíur, súkkulaði, lakkrís, karamellur og konfekt, gæða kaffiog óáfenga drykki og svo margt fleira sem kitlar bragðlaukana.

10-20 % afsláttur verður á öllum sælkeravörum þennan dag í verslun Epal Skeifunni og í vefverslun. Vörumerkin sem verða á staðnum með kynningar eru; Sigma ekta grískt, Sjöstrand, Sparkling Tea Copenhagen, Tefélagið, Lakrids by Bülow, Lentz Copenhagen, Wally & Whiz, The Mallows, Add Wise og Hattesens Konfektfabrik.

Lestu þér til um sælkeravörurmerkin hér að neðan;

 

 

SIGMA EKTA GRÍSKT

Sigma ekta grískt býður upp á fyrsta flokks gæðavörur frá Grikklandi. Þar fer fremst í flokki margverðlaunaðar hágæðajóm­frúaró­lífu­olí­ur frá gríska fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Andriot­is sem hef­ur sér­hæft sig í ólífu­olí­um í meira en 50 ár, en höfuðstöðvar þeirra má finna á sól­ríku eyj­unni Korfú. Olíurnar eru einstaklega bragðgóðar og koma í fallegri flösku.

LAKRIDS BY BÜLOW

Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís sem er bæði glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er fáanlegur í fjölmörgum braðgtegundum og eru reglulega kynntar til sögunnar bragðgóðar árstíðarbundnar vörur í takmörkuðu upplagi sem njóta mikilla vinsælda.

THE MALLOWS

The Mallows eru ljúffengir sykurpúðar sem koma í mörgum ólíkum bragðtegundum og henta við öll tækifæri. The Mallows gefa bragðlaukunum þínum einstaka upplifun, þeir eru dúnmjúkir að bíta í, lífrænir og gerðir úr besta mögulega hráefninu.

LENTZ COPENHAGEN

Lentz Copenhagen er sannkallað handverk er kemur að sætum molum til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stendur Michael Jacques Lentz sem er ekki bara bakari, heldur einnig sælgætisgerðasmiður og stórkostlegur súkkulaðiframleiðandi.

Lentz stendur sjálfur í eldhúsinu á vinnustofu rétt fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem heimagerðar karamellur og súkkulaði er handunnið af mikilli alúð og virðingu fyrir hráefninu. Hann sækir innblástur hvaðanæva að úr heiminum, en þó sérstaklega til Parísarborgar.

KANDÍS

Kandís er íslenskur handgerður brjóstsykur úr náttúrulegum hráefnum, jurtum og berjum. Kandís hefur vakið mikla athygli fyrir einstakt bragð og nýstárlega notkun á íslenskum jurtum.

SJÖSTRAND

Sjöstrand er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur náð að gjörbreyta viðhorfi til hylkjakaffis – frá ógn við umhverfið yfir í sjálfbæra og þægilega lausn fyrir heimilið. Sjöstrand vélarnar eru framleiddar úr ryðfríu stáli með góðan endingu sem lykilmarkmið. Kaffið er 100% lífrænt, Fair Trade vottað og skilur ekki eftir neitt kolefnisspor – því er síðan pakkað í hylki úr sterkju og plöntutrefjum, efnum sem brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi.

Sparkling Tea Copenhagen

Sparkling Tea Company var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2017 af Jacob Kocemba og Bo Sten Hansen og er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sparkling Tea er lífrænt, án viðbætts sykurs og er ýmist áfengislaust eða 5%.

Wally & Whiz

Wally & Whiz framleiðir ómótstæðilega gott víngúmmí úr fersku og náttúrulegu gæða hráefni sem er án allra aukaefna, dýraafurða og glútens. „Við höfum skapað það sem við teljum vera besta víngúmmí í heiminum úr mestu gæðunum, sem selt er í fleiri en 30 löndum og aðeins í verslunum sem leggur áherslur á gæðavörur.“ 

Hattesens Konfektfabrik

Hattesens Konfektfabrik framleiðir klassískt lakkrískonfekt samkvæmt gömlum hefðum. “Minni sykur – meira bragð” er þeirra mottó ásamt því að lakkrísinn er gerður úr hreinum og náttúrulegum gæða hráefnum. Mikið magn af berjum eru notuð í staðinn fyrir sykur sem gefur molunum bjarta liti og frábært bragð.

ADD:WISE

Sænska vörumerkið ADD:WISE býður upp á lífrænar og náttúrulegar vörur sem gera máltíðina eða baksturinn að spennandi upplifun.

Forsalan er hafin á jóladagatalinu frá Lakrids By Bülow

Forsalan er hafin í vefverslun Epal á sívinsæla jóladagatalinu frá Lakrids By Bülow – Tryggðu þér eintak!
Ímyndaðu þér 24 daga af einstakri lakkrísupplifun sem þú getur deilt með þeim sem þú elskar.
Jóladagatalið frá Lakrids by Bulow leit fyrst dagsins ljós árið 2011 og er orðið í dag órjúfanlegur partur af jólaundirbúningi margra. Á bakvið hvern glugga er ljúffeng lakkrísupplifun og er eitthvað sem alvöru lakkrísunnendur geta ekki látið framhjá sér fara.
Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís sem er bæði glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.
Forsalan er hafin á lakkrísdagatölunum í vefverslun Epal – tryggðu þér eintak! Glaðningur fylgir með öllum forpöntunum. 
Dagatalið hefur orðið uppselt öll undanfarin ár – ekki missa af þínu eintaki. Það er tilvalið að telja niður dagana til jóla með jóladagatalinu frá Lakrids by Bülow.

Heima er bezt – nýtt vegglistaverk eftir Arnór Kára við Epal á Laugavegi

Arnór Kári er listamaðurinn á bakvið nýtt og stórt vegglistaverk við verslunina Epal á Laugavegi 7. Við tókum hann tali og ræddum um listaverkið sem ber heitið Heima er bezt. Við hvetjum ykkur til að koma við í Epal á Laugavegi og sjá verkið með eigin augum. Það gefur miðbænum svo sannarlega lit.

Hver er Arnór Kári?

Ég er alls konar. Ég er sólskinið, ég er tunglmyrkvinn, ég er lægðin, ég er þokan og öldugangurinn, mosinn og hraunið. Ég geri mitt besta að tengja við og elta hreyfingu alheimsins og færi mig gjarnan í þá átt sem hann leiðbeinir mér. Við höfum öll upplifun af því að hreyfast gegn strauminum, gegn innsæinu og eigin sannfæringu, með tilheyrandi niðurstöðum og því legg ég áherslu á hið þveröfuga. Fyrir mér er lykilatriði að vera tengdur, hvernig sem hver og einn finnur sína leið til þess, og finna flæði lífsins og fljóta meðfram því. Þar með talið er bæði súrt og sætt, því við þroskumst ekkert sem sál án þess að komast í gegnum það súra líka.

Hvernig list skapar þú helst?

Á sumrin er ég fyrst og fremst í vegglistinni en samhliða því teikna ég mikið, hvort sem það er fyrir ákveðin verkefni eða ég að safna í sarpinn fyrir einkasýningar. Ég legg líka mikla áherslu á tónlistina. Held reglulega tónleika og hef gefið út þónokkrar plötur. Þar geng ég undir nafninu Andartak og geri raftónlist af ýmsum toga, bæði fyrir heilaleikfimi og tryllidansinn.

Hvaðan fékkst þú innblástur fyrir verkið?

Innblásturinn kom úr ýmsum áttum og var í gegnumgangandi þróunarferli á meðan á vinnunni stóð. Ég lagði upp með grófa hugmynd sem kom til mín eftir að ég skoðaði vegginn og nærumhverfi þess. Ég verð oftast innblásinn af umhverfinu og tek inn í undirmeðvitundina smáatriði eins og hreyfinguna á staðnum, liti og önnur “ósýnileg” smáatriði og skoða það hvernig hægt er vinna með þessi atriði á veggfletinum. Markmiðið er að ná góðu samlífi við umhverfið. Ég vissi strax að refurinn fengi kastljósið en umhverfið og litapallettan fékk að þróast eftir því sem vatt upp á heildarmyndina. Sem dæmi má nefna hvernig tréð lengst til vinstri sveigjir upp í mót og sameinast glugganum að ofan. Hreyfingin heldur svo áfram með gulu ölduna sem endurspeglar gangandi umferð fram og tilbaka inn í sundið. Himininn var fenginn að láni úr raunheimum á þriðja degi og bróðir minn átti hugmyndina að því að breyta rafmagnskassanum í lítið hús. Þetta snýst allt um að vera opinn fyrir breytingum á upphaflegu plani og vera stanslaust á varðbergi eftir því sem alheimurinn er að sýna manni.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?

Að sjálfsögðu eru einhver megin einkenni á listaverkunum mínum en ég upplifi mig sem hálfgert kameljón þegar kemur að listsköpuninni. Því staður, stund, vegg-áferð, kúnni og húseigendur veita mér fjölbreyttan innblástur. Litapallettan er breytileg, ég sem einstaklingur er sífellt að breytast, viðfangsefni og stílbrögð að sama skapi. Mér finnst mikilvægt að vera liðlegur sem listamaður, því ef allar myndir væru áberandi einsleitar, þá yrði heimurinn eins og gríðarstór lystigarður með þrjár tegundir plantna.

Hvernig kom þetta verk til og ber það eitthvað heiti?

Kjartan Páll Eyjólfsson hjá Epal frétti af mér í gegnum samstarfsfélaga sinn Ámunda Sigurðsson og hafði samband við mig varðandi þennan veggflöt sem starir beint inn um stóran glugga í búðina við Laugaveg og þeim datt í hug að það væri flott að fá þarna listaverk sem myndi gleðja bæði vegfarendur, búðarskoðendur og öðrum öndum af annari líkamsgerð. Þetta var sérlega tilvalin tímasetning þar sem menningarnótt var handan við hornið með tilheyrandi fjölda fólks og húllumhæ. Ég fékk eina glögga athugasemd um daginn; að listaverkið minnti á krosssaum sökum þess hvernig bárujárnið bjagar útlitið á myndefninu. Út frá þessu hef ég ákveðið á skýra myndina ‘Heima er bezt’.