Regina vasar – íslensk hönnun í jólapakkann

Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu. Ingólfur Örn Guðmundsson iðnhönnuður hannaði Regina vasann sem frumsýndur var á HönnunarMars fyrr á árinu.
Gefðu íslenska hönnun í jólapakkann –

NÝTT Í EPAL : RO PIECES

Ro er nýtt og spennandi danskt vörumerki í Epal sem leggur áherslu á gæði og handverk. Ro var stofnað árið 2013 og hefur notið mikillar velgengni síðan, línan þeirra samanstendur af glæsilegum glervösum, kertaluktum, viðarbrettum og ofnheldum leirskálum sem eru sérstaklega fallegar og eru vörurnar einnig á góðu verði.

Kíktu við á okkur í Epal og sjáðu úrvalið,

 

NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN

Stockholm er fyrsta línan frá Stelton sem er hluti af nýrri og stærri vörulínu frá þeim sem ber heitið Nordic sem er innblásin af norrænni náttúru og hönnunarhefðum. Stockholm línan er hönnuð af sænska hönnunartvíeykinu Bernadotte & Kylberg og inniheldur hún fallega vasa og skálar. Línan er innblásin af Eystrasaltinu og síbreytilegri ásjón hafsins sem var mikil uppspretta innblásturs í hönnunarferlinu.

Línan er framleidd með nýstárlegri framleiðslutækni þar sem hlutirnir eru í grunninn úr áli en með glerungi að utan sem er að lokum handskreyttur með grafík.

Línan er afar elegant og vilja sumir segja að hún hafi konunglegt yfirbragð sem vissulega má tengja við bláa litinn en Carl Philip Bernadotte grafískur hönnuður og annar hönnuður Stockholm línunnar er sænskur prins en hann er yngri bróðir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.

Stockholm línunni hefur verið afar vel tekið og vann hún nýlega hin virtu Red Dot verðlaun í flokki “high quality design”. 

AD_Stockholm_aquatic_wide.ashx
AD_Stockholm_aquatic_portrait.ashx AD_Stockholm_aquatic_bowls.ashxOL_450-22_Stockholm_vase_large_aquatic.ashxOL_450-13_Stockholm_bowl_large_aquatic.ashx10418886_1038165206211134_1168031471205859575_n

Stockholm línan inniheldur 4 skálar og 3 vasa í ólíkum stærðum. Komdu við í Epal og heillastu af þessari fallegu og tímalausu hönnun.

LYNGBY GLERVASI KOMINN Í EPAL

Við vorum að fá fallegu Lyngby vasana í gleri. Vasarnir voru upphaflega framleiddir á árunum 1936-1969 af postulínverksmiðjunni Denmark. Vasinn er klassísk hönnun sem hafið var endurframleiðslu á árið 2012 eftir að hafa verið ófáanlegur í 43 ár.

Still-life_lyngby-vases

bbd878624b01ccc393f65b65d7e1a6c1

Falleg og klassísk hönnun.

NÝTT FRÁ MUUTO

Við vorum að fá mikið af nýjum vörum, meðal annars flotta vasa og marmarabakka frá skandinavíska hönnunarfyrirtækinu Muuto. Balance eru nýjir vasar frá Muuto hannaðir af Hallgeir Holmstvedt. Vasarnir eru fastir á bakka með notkun segla sem gefur þeim skemmtilega notkunarmöguleika.

Balance_3_vase_set_blockcolor_flowers_tilt Balance_vase_set_black_flower-- Balance_vase_set_black_flowers_

Houseboat shoot

Creativ Boards groove_white_largesmall groove_grey_largesmall groove_green_largesmall1

Marmari hefur verið afar vinsæll undanfarið og eigum við til gott úrval af fallegum hönnunarvörum úr marmara. Hitabakkarnir frá Muuto eru nýjasta viðbótin, en við eigum einnig til ýmsa aðra fallega muni, meðal annars marmaraklukku.