KLASSÍSKT DANSKT HEIMILI

Á þessu einstaka heimili býr sannkallaður fagurkeri og ekta safnari. Húsögnin eru mörg hver eftir dönsku meistarana, Borge Mogensen, Finn Juhl og Hans J. Wegner. Í viðtali sem birtist með þessu innliti í danska Bo Bedre tímaritinu kom fram að eigandinn hafi mjög ungur að aldri hafið að safna hönnun og list, hann las bækur um listmuni og jafnvel um kínverskt postulín, og á 12 ára aldri hafi hann verið búinn að kaupa sér sína fyrstu postulínstyttu.

Við mælum með að lesa greinina sem fylgir þessum myndum sem finna má á vefsíðu Bo Bedre hér. 

f010d1764bb5449eaddc61f5547e9dc42106dbad95a44e0f8ef5e0dc6a65f72211c5076e7fad485b9531a278599f33a188932ad394cf40a894648b30bfe514d0
47c1da19c918435881688bc34e9f1b00 81f7460eeb35484b8bed6748080c7a47 86bec5e5f7624aeca55d53b87a08086a 463d4e5f5d7141fb9ddf9725958a121d 4876b390929e4391b8c6df5ea785f03a 8916d43fed324496a6cf7abcccb5a82e 23907c22552e489ebfc895febaa21b1c 73857fb24c2a4a78bef5e8450ac33ce8 a7211744cde0480f9c151536df4488a1 d456bff1a8514b7d9c5fd02a7c8ac465

FALLEGT HEIMILI ÍSLENDINGS Í KÖBEN

Nýlega birtist þetta fallega innlit í danska tímaritinu Bolig Magasinet, en hér búa þau Katrín Björk og Jens Søgaards. Katrín Björk er sjálfstætt starfandi ljósmyndari búsett í Kaupmannahöfn og heldur hún einnig úti fallegri bloggsíðu sem ber heitið Modern Wifestyle. Hún segist hafa mikinn áhuga á hönnun, list, ferðalögum og heilbrigðum lífstíl og má sjá sérstaklega fallegar matarmyndir ásamt girnilegum uppskriftum á Modern Wifestyle. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með henni -hér. 

Heimilið Katrínar og Jens er einstaklega fallegt og þau eiga gott safn af fallegri hönnun. Viðtalið sjálft er hægt að lesa á heimasíðu Bolig Magasinet, hér. 

d0dc2d11b934467f9361ed8dacd32b75

Sjöurnar eftir Arne Jacobsen njóta sín vel á þessu heimili.

881e082cce0644aa9e0d1aec673a1972

Acapulco stóll í svörtu og vírakarfa frá Ferm Living.

2ff2d2bf600841f2b321d2b882ec20fb 5e8d3f01e35f4dd8b8fd776992b78e2c

Viðarhankar frá Muuto.

6ac46a779cc149eea1285f3da892d334

Þessi litríka og flotta skipulagsmappa er frá HAY, ásamt Kaleido bakkanum sem er á borðinu.

8afb792ba6e649aca74b4c26959aa773 38cde8ab29a24ce8bd831fcb5b737a87

Rúmteppið Dots er frá HAY.

2637cf3015a44564ab6ea2a5eec0c205 a4a29f99739d4289bebee895836f50a6

Kaleido bakkana frá HAY er hægt að nota á ýmsa vegu.

c4ce6dac3fbe4d92b9bb19c184a2744d f148899ee99b4ee9bb70d560ce1ff0a7 fbfa3d33205144bba48c7502a7ff3596

Fallegt og litríkt heimili:)

Myndirnar tók Tia Borgsmidt.

Innlit: Børge Mogensen

Danska tímaritið BoBedre myndaði í fyrrasumar heimili Børge Mogensen, en þar fékk hönnuðurinn mikinn innblástur fyrir verk sín. Árið 1958 flutti Børge Mogensen ásamt fjölskyldu sinni á Soløsevej í norðurhluta Kaupmannahafnar. Børge Mogensen lést svo árið 1972, en minning hans lifir þó enn á gamla heimili hans á Soløsevej, en þar hefur öllu verið haldið eins og það var síðan fjölskyldan bjó þar. Heimilið er eins og safn en þar má finna fjölmargar prótótýpur ásamt fyrstu prufustykkjunum af húsgögnum hans sem flest eru heimsfræg í dag. Einnig má sjá þar verk eftir fjölskylduvini t.d. listamanninn Svend Wii Hanses, hönnuðinn Poul Henningsen, Kaare Klint ásamt fleirum.

LOUIS POULSEN+TENKA

Þessar fallegu myndir af ljósum framleiddum af Louis Poulsen voru teknar heima hjá dönsku listakonunni Tenku Gammelgaard og deilir hún þeim með lesendum sínum á bloggsíðu sinni hér. Myndir af heimili Tenku hafa birst víða í gegnum tíðina, en hún er þekkt fyrir að eiga afar smart heimili og ákvað Louis Poulsen ljósaframleiðandinn að nýta sér það sem fallegt umhverfi fyrir ljósin.

 

Ljósmyndir; JACOB TERMANSEN.

 Á bloggsíðu Tenku má einnig sjá “bakvið tjöldin” myndir eins og þessar hér að neðan.


Fallegt heimili og flott ljós ekki satt?

 Fleiri myndir er hægt að skoða Hér.