LJÓS ÁRSINS: PATERA FRÁ LOUIS POULSEN

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

Ljósið Patera hlaut til að mynda verðlaun sem ljós ársins en það var hannað af eftirsótta danska hönnuðinum Øivind Slaatto árið 2015 fyrir Louis Poulsen. Innblástur Patera sótti hönnuðurinn í Fibonacci talnarunu sem finna má víða í náttúrunni – í könglum og í myndun fræja í sólblómum til dæmis – og hefur áður veitt Leonardo da Vinci, Johan Sebastian Bach innblástur ásamt fleiri frábærum listamönnum í gegnum söguna.

Patera er 600 mm í þvermál og er til sýnis í verslun okkar í Skeifunni 6.

ikast_heidi_01 patera-13 patera-btb-interior_44louis-poulsen-ambiente-patera-01_zoom