JÓLABORÐIÐ: ANDRÉS JAMES ANDRÉSSON & ELÍSABET ÓMARSDÓTTIR

Það eru margar góðar hugmyndir að finna núna á jólaborðinu í Epal sem innanhússarkitektarnir Elísabet Ómarsdóttir og Andrés James Andrésson dekkuðu. 

Andrés James útskrifaðist sem innnanhússarkitekt frá IED í Mílanó og starfar hann í dag í Epal ásamt því að starfa sjálfstætt sem innanhússarkitekt. Elísabet Ómarsdóttir útskrifaðist sem innanhússarkitekt frá Paris American Academy ásamt því að leggja stund við lýsingarfræði við Tækniskólann. Í dag starfar Elísabet í Epal ásamt því að starfa sem sjálfstætt starfandi innanhússarkitekt.

20141120_174112

 Stellið er frá Design House Stockholm og er einstaklega flott, jólakertastjakinn er frá Ferm Living, nýtt og skemmtilegt jóladagatal eftir Gerði Steinars og servíettur frá Ingibjörgu Hönnu. Punkturinn yfir i-ið er svo að sjálfsögðu gylltu jóla lakkrískúlurnar.

20141120_174118

Það kemur einstaklega vel út að hafa hvítt í grunninn og skreyta þá með hlutum í sterkari litum svosem rauður jólasveinn frá Rosendahl og grænu greni. Hvíti fallegi dúkurinn er svo frá Hay og kannan frá Georg Jensen.

20141119_173632 20141119_173706 20141119_173716 20141120_174006 20141120_174122 20141120_174301