DEKKAÐ JÓLABORÐ: STEINUNN VALA

Steinunn Vala Sigfúsdóttir hönnuður hjá Hring eftir hring dekkaði upp jólaborðið að þessu sinni. Fram að jólum munu áhugaverðir hönnuðir koma til okkar í Epal og sýna hugmyndir af uppdekkuðu borði, öll verða þau ólík og ættu því allir að geta fundið innblástur við sitt hæfi.

Jólaborðið dekkaði hún upp í minimalískum stíl og með það í huga að hægt er að raða saman hlutum úr ólíkum stellum sem að þó myndar eina heild. Steinunn Vala segist aðspurð einmitt eiga von á fjölskyldunni sinni í matarboð á aðfangadagskvöld en eigi þó ekki nógu marga hluti úr sama stellinu og því sé þetta góð lausn sem skapi einnig skemmtilega stemmingu. Hægt er að nota ýmsa hluti sem borðskreytingar sem finna má á heimilinu ásamt því er hægt að klippa greinar eða taka jurtir úr garðinum til að setja punktinn yfir i-ið. Á greinarnar má gjarnan vefja rauðum eða gylltum þræði til að setja þær í jólabúninginn. Ódýr og falleg lausn!

20141113_131540

Á miðju borðinu má sjá fallegan kertastjaka frá Georg Jensen sem stendur á bakka eftir Finn Juhl.

20141113_131221

Viðarfuglarnir eru frá Architect made, glösin frá Hay og snapsglösin eru frá Iittala.

20141113_131128

20141113_131150

Stellið er frá Iittala og gylltu skálarnar eru frá Tom Dixon.

20141113_131046
steinunn-1

Ævintýralegir skartgripir Steinunnar Völu hafa verið að gera það gott allt frá því að hún stofnaði skartgripafyrirtæki sitt árið 2009. Skartgripirnir eru allir handgerðir og eru ýmist gerðir úr leir, keramík eða við. Steinunn Vala hannar bæði litrík og falleg hálsmen, hringa og eyrnalokka og er hver gripur einstakur.