BRYNDÍS BOLLA Í EPAL

Bryndís Bolla kynnir kÚLU í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 11.október frá kl.13-16.

kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.

Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.

Bryndis-Bolladottir_Kúlan_1 kula 01

24-1

19

Kíktu við laugardaginn 11.október á milli kl.13-16 og kynntu þér þessa flottu íslensku hönnun.