Steinunn Vala – Hring eftir hring

Steinunn Vala er íslenskur skartgripahönnuður sem hefur verið að gera það mjög gott á Íslandi undanfarið með skartgripalínu sína Hring eftir hring.

Skartgripirnir sem gerðir eru úr leir eru litríkir og fallegir, en hannar Steinunn bæði hálsmen, hringa og eyrnalokka.

Hönnun Steinunnar Völu fæst í Epal.

Einnig er hægt er að kynna sér vörurnar betur á hringeftirhring.is

 

Útskriftargjafir

Hér höfum við sett saman stuttann lista af hugmyndum fyrir útskriftargjafir, en senn líður að útskriftum háskólanna, og oft getur reynst erfitt að finna hina réttu gjöf fyrir vini eða ættingja og er því listinn mjög fjölbreyttur. Á næstu dögum munu síðan birtast fleiri hugmyndir hér á blogginu okkar.
Expression hnöttur
Falleg og klassísk hnífapör í búið
Hábollar eftir Hrafnkel Birgisson
Starkaður, vegghankar eftir Tinnu Gunnarsdóttir
Tréfuglar eftir danska arkitektinn Kristian Vedel sem hannaðir voru árið 1959.
Það getur verið gaman að gefa töff teppi, þetta er frá HAY
Allir ættu að eiga falleg rúmföt, erum með gott úrval frá HAY
Stelton kaffikannan er klassísk gjöf
Hálsmen eftir Hlín Reykdal
Kertastjakar og aðrir fylgihlutir fyrir heimilið frá Ferm Living
Púðar frá Ferm Living
Apinn eftir Kaj Bojesen
Kartell Componibili hliðarskápur/náttborð
Hliðarborð frá HAY í hressandi litum
Skartgripatré frá Menu
Og síðast en ekki síst þá klikkar Fuzzy kollurinn seint.

Ingibjörg Hanna – sniglasnagar

Ingibjörg Hanna kynnti á nýliðnum Hönnunarmars flotta sniglasnaga.

Sniglarnir fengu frábærar viðtökur og fást þeir nú í Epal.

Þeir eru flottir margir saman, og eru í nokkurskonar kapphlaupi upp vegginn haldandi á fötunum þínum og skarti.

Linie Design – handofin gólfteppi

Við höfum tekið eftir vaxandi ‘trendi’ undanfarið sem sjá má í erlendum hönnunartímaritum og á ýmsum bloggsíðum um endurnýtingu á gólfteppum.
Sumar hugmyndir benda á hvernig hægt er að nota mörg teppi saman og leggja þau ofan á hvert annað svo þau myndi eina heild.
En það allra flottasta er þegar að mörg teppi hafa verið endurnýtt og eru sett saman í eitt og sama teppið.
Þessi fallegu gólfteppi hér að ofan kallast Atmosphere og eru frá Linie Design sem er hágæða teppaframleiðandi, öll teppin eru handofin í Indlandi af fullorðnum og reyndum vefurum sem notast við hefðbundið og upprunarlegt handverk.
Höfuðstöðvar Linie Design eru í Kaupmannahöfn og framleiða þau teppi sem þekktir skandinavískir hönnuðir hafa hannað fyrir þau.
Linie teppin fást núna í Epal.

Ferm Living

Fallegar myndir af vörum frá Ferm Living, en Ferm Living er danskt fyrirtæki sem hannar vörur fyrir heimilið með grafísku ívafi, meðal annars textíl, kertastjaka, bolla, servíettur og annað fíneri til að poppa upp á heimilið.

Falleg íbúð full af klassískri hönnun

Þetta fallega innlit var nýlega að finna í danska tímaritinu Bo Bedre, gullfalleg íbúð með frábæru vali af fallegri klassískri hönnun.
PH 5 loftljós eftir Louis Poulsen
Nokkrar sjöur eftir Arne Jacobsen
Eggið eftir Arne Jacobsen
Svanurinn eftir Arne Jacobsen
Vipp ruslatunna og Tivoli útvarp.
Ljósmyndir: Inger Marie Grini

Fallegar hönnunarvörur

Það er alltaf gaman að skoða fallegar hönnunarvörur, hér að neðan er safn af ýmsum vörum sem fást í Epal. Allar eiga myndirnar það sameiginlegt að vera bjartar og jafnvel sumarlegar í takt við frábæra veðrið úti!
Falleg ílát frá Iittala og karafla ásamt háglasi frá Marimekko
Viskustykki frá Ferm Living
Glerílát frá Iittala
Iittala skálar henta undir ýmislegt
Ljós frá Louis Poulsen

Gott ráð!

Maður veit aldrei hvenær hvenær góðu hugmyndirnar koma,
Þessvegna er gott að hafa alltaf litla skissubók á sér. Skissubækurnar frá Pantone eru frábærar og koma í ýmsum litum og stærðum, hvort sem að þú vilt línustrikað, rúðustrikað eða teikniblokk.