Lightyears – Góð hönnun er listræn upplifun

Lighyears er tiltölulega ungt fyrirtæki sem hefur haslað sér völl í hinni hörðu samkeppni lampaframleiðanda í Evrópu.

Fyrirtækið hefur farið vel af stað enda aðeins ráðið úrvalshönnuði til starfa.

Cecilie Manz er hönnuður Caravaggio hengi-lampans, sérlega aðlaðandi lampi t.d. með að raða þeim saman yfir vinnuborði í eldhúsi. Hún hefur einnig hannað Mondrian, athyglisverðan lampa í naumhyggju stíl.

Hans Sandgren Jakobsensen m.a. hannaði Randon lamparöðina, stand, borð- og vegglampa með þríhyrninginn og hringinn sem grunnform og Helium, borð og hengilampa.

Halskov & Dalsgaard með Flamingo hengilampa, borð og standlampa sem bæði eru stílhreinir og hagnýtir.

Strand+Hvass sem hannað hafa Sinope borð og stand og hengilampa. Þeir eru gerðir úr krómuðu stáli. Glerið er handblásið.

Jörn Utzon, sem þekktastur er fyrir hönnun óperuhússins í Sidney í Ástralíu. Lampar hans, Opera og Concert eru hengilampar í anda sígildrar hönnunar sjötta og sjöunda áratugarins. Sérlega viðfeldnir lampar.

Hidenori Kuge er japanskur hönnuður, en japönsk lýsingarhönnun er mjög þróuð fagurfræðilega séð. Eftir hann eru Takeru borð og standlampar sem eru hentugir sem sérlýsing við lestur eða handavinnu.

Knud Holscher hannaði Asalea, fallegan og hagnýtan vegg og borðlampa.

www.lightyears.dk

BestLite – einn af þessum sígildu lömpum

BestLite lampinn var hannaður árið 1930 af breska iðnhönnuðinum Robert Dudley Best.

Það leið ekki langur tími frá því að BestLite lampinn var fyrst kynntur og þar til að hann hafði öðlast viðurkenningu. Robert Dudley Best var undir sterkum áhrifum af hugmyndafræði Bauhaus sem hann kynntist á námsárunum í þýskalandi en einnig leit hann mjög til hönnuðana Miles van der Rohe og Le Corbusier sem á þessum tíma kynntu verk sín á alþjóðlegri listsýningu um þessara tíma hönnun í París.

Lampinn varð til þess að Bauhaus var viðurkennt af hinu leiðandi breska útgáfufyrirtæki, Architects Journal og í seinni heimstyrjöldinni varð BestLite þjóðlegt tákn í Bretlandi en þessi lampi lýsti skrifborð Winstons Churchill í loftvarnarbyrginu undir Whitehall. Robert Dudley Best er nú viðurkenndur sem einn fremsti hönnuður breta og lampinn hans, BestLite með sína einföldu hönnun, hlýju birtu og sígilda útlit setur aðlaðandi áhrif á umhverfi sitt í hvaða rými eða herbergi sem er. BestLite var upphaflega hannaður sem borðlampi en í tímanna rás hafa gólflampi, vegglampi og hengilampi litið dagsins ljós, allir hannaðir með hinn sama einfaldleika að leiðarljósi. Lampinn er varðveittur sem sígild hönnun í Design Museum í London. Danir hafa næmt auga fyrir góðri hönnun og því þarf það ekki að koma á óvart að nú er lampinn framleiddur af danska fyrirtækinu GUBI en eigendur þess, Lisbet og Gubi Olsen keyptu réttinn til þess árið 1979.

www.bestlite.dk